Stefnir á að keppa í skotfimi á Smáþjóðaleikunum 16. desember 2010 06:00 Nonni kjuði með riffil í hendi, tilbúinn að keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum næsta sumar. fréttablaðið/stefán „Það væri gríðarlega gaman að keppa fyrir Íslands hönd,“ segir Jón Þór Sigurðsson, eða Nonni kjuði, trommari vinsælustu hljómsveitar landsins, Diktu. Hann gæti verið á leiðinni til Liechtenstein næsta sumar, ekki til að spila með Diktu heldur til að keppa í skotfimi á Smáþjóðaleikunum. Um síðustu helgi lenti Nonni í öðru sæti á landsmótinu í enskum riffli fyrir hönd Skotfélags Kópavogs. Með frammistöðu sinni náði hann þremur áföngum, þar á meðal lágmarki fyrir Smáþjóðaleikana. „Við vorum að spila á Græna hattinum á Akureyri kvöldið áður og það var ekki flug heim fyrr en 10.40 frá Akureyri og mótið átti að byrja klukkan 12,“ segir Nonni kjuði. „Ég gleymdi bíllyklinum fyrir norðan og þurfti að taka leigubíl. Síðan var ég ekki með lykil að byssuskápnum í Kópavogi og það þurfti að hjálpa mér að brjótast þar inn. Svo lenti ég í öðru sæti, sem er skemmtilegur árangur miðað við hversu illa gekk að komast á þetta mót.“ Nonni byrjaði að stunda skotfimi í mars síðastliðnum og líkar mjög vel. Þó svo að hann hafi náð lágmarkinu fyrir Smáþjóðaleikana er ekki öruggt að hann komist þangað. Tveir efstu keppendurnir eftir skotfimitímabilið eru valdir á leikana og sem stendur er hann annar tveggja sem hafa náð lágmarkinu. Fleiri gætu þó bæst í hópinn enda eru fjögur mót eftir af tímabilinu. „Þetta væri rosafjör. Þótt þetta yrðu ekki nema Smáþjóðaleikarnir yrði þetta toppurinn á mínum íþróttaferli,“ segir Nonni og vonar það besta. Dikta er eftirsótt hljómsveit og dugleg við spilamennsku allt árið um kring. Spurður hvort Smáþjóðaleikarnir setji ekki strik í reikninginn segir Nonni: „Þetta yrðu í mesta lagi þrír dagar sem við yrðum frá. Þá verðum við akkúrat að klára Þýskalandstúr. Það er ekki búið að bóka neitt enn sem komið er en það verður að vega þetta og meta. Fyrsta málið á dagskrá er að verða valinn áfram.“ Nonni kann ekki bara að munda trommukjuðann og riffilinn því nýlega útskrifaðist hann sem atvinnuflugmaður. „Það er aldrei að vita nema maður taki Bruce Dickinson [söngvara Iron Maiden] á þetta og fari að fljúga með Diktuna út um allan heim. Það væri heldur ekki leiðinlegt að vera með Bruce mér á hægri hönd.“ Fram undan hjá Diktu eru tónleikar í Vídalínskirkju í Garðabæ í kvöld kl. 20 ásamt Cliff Clavin og þeim Daníel og Ylfu. Á föstudag spilar sveitin síðan á X-mas á Sódómu Reykjavík þar sem talið verður í jólalagið Nóttin var sú ágæt ein. freyr@frettabladid.is Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
„Það væri gríðarlega gaman að keppa fyrir Íslands hönd,“ segir Jón Þór Sigurðsson, eða Nonni kjuði, trommari vinsælustu hljómsveitar landsins, Diktu. Hann gæti verið á leiðinni til Liechtenstein næsta sumar, ekki til að spila með Diktu heldur til að keppa í skotfimi á Smáþjóðaleikunum. Um síðustu helgi lenti Nonni í öðru sæti á landsmótinu í enskum riffli fyrir hönd Skotfélags Kópavogs. Með frammistöðu sinni náði hann þremur áföngum, þar á meðal lágmarki fyrir Smáþjóðaleikana. „Við vorum að spila á Græna hattinum á Akureyri kvöldið áður og það var ekki flug heim fyrr en 10.40 frá Akureyri og mótið átti að byrja klukkan 12,“ segir Nonni kjuði. „Ég gleymdi bíllyklinum fyrir norðan og þurfti að taka leigubíl. Síðan var ég ekki með lykil að byssuskápnum í Kópavogi og það þurfti að hjálpa mér að brjótast þar inn. Svo lenti ég í öðru sæti, sem er skemmtilegur árangur miðað við hversu illa gekk að komast á þetta mót.“ Nonni byrjaði að stunda skotfimi í mars síðastliðnum og líkar mjög vel. Þó svo að hann hafi náð lágmarkinu fyrir Smáþjóðaleikana er ekki öruggt að hann komist þangað. Tveir efstu keppendurnir eftir skotfimitímabilið eru valdir á leikana og sem stendur er hann annar tveggja sem hafa náð lágmarkinu. Fleiri gætu þó bæst í hópinn enda eru fjögur mót eftir af tímabilinu. „Þetta væri rosafjör. Þótt þetta yrðu ekki nema Smáþjóðaleikarnir yrði þetta toppurinn á mínum íþróttaferli,“ segir Nonni og vonar það besta. Dikta er eftirsótt hljómsveit og dugleg við spilamennsku allt árið um kring. Spurður hvort Smáþjóðaleikarnir setji ekki strik í reikninginn segir Nonni: „Þetta yrðu í mesta lagi þrír dagar sem við yrðum frá. Þá verðum við akkúrat að klára Þýskalandstúr. Það er ekki búið að bóka neitt enn sem komið er en það verður að vega þetta og meta. Fyrsta málið á dagskrá er að verða valinn áfram.“ Nonni kann ekki bara að munda trommukjuðann og riffilinn því nýlega útskrifaðist hann sem atvinnuflugmaður. „Það er aldrei að vita nema maður taki Bruce Dickinson [söngvara Iron Maiden] á þetta og fari að fljúga með Diktuna út um allan heim. Það væri heldur ekki leiðinlegt að vera með Bruce mér á hægri hönd.“ Fram undan hjá Diktu eru tónleikar í Vídalínskirkju í Garðabæ í kvöld kl. 20 ásamt Cliff Clavin og þeim Daníel og Ylfu. Á föstudag spilar sveitin síðan á X-mas á Sódómu Reykjavík þar sem talið verður í jólalagið Nóttin var sú ágæt ein. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira