Bein útsending: Radiohead afhjúpar 14 ára upptöku af goðsagnakenndum tónleikum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2020 21:02 Radiohead í vinnunni. Vísir/Getty Breska hljómsveitin Radiohead hefur haldið aðdáendum sínum uppteknum undanfarnar vikur með því að streyma gömlum tónleikaupptökum í beinni útsendingu á netinu. Nú er komið að fjórtán ára gömlum tónleikum sem öðlasta hafa goðsagnakenndan sess í hjörtum aðdáenda sveitarinnar, sem og hljómsveitarmeðlimana sjálfra. Um er að ræða tónleika sem haldnir voru á Boonaroo tónleikahátíðinni í Bandaríkjunum árið 2006. Á tónleikunum prufukeyrði hljómsveitin nýtt efni sem átti eftir að birtast á In Rainbows, sjöundu breiðskífu hljómsveitarinnar, auk eldra efnis. Sveitin var einstaklega vel upplögð þetta kvöld og um algjörlega magnaða tónleika er að ræða. Raunar hafa hljómsveitarmeðlimir sjálfir sagt að tónleikarnir sem um ræðir séu afar ofarlega á lista yfir þá bestu sem hljómsveitin hefur haldið, í það minnsta í Bandaríkjunum. Aðdáendur hafa í gegnum tíðina getað nálgast upptöku af tónleikunum eftir ýmsum krókaleiðum en nú birtir hljómsveitin tónleikana í heild sinni og segir gítarleikarinn Jonny Greenwood að þeim hafi meira að segja tekist að grafa upp glænýja hljóðupptöku frá tónleikunum sem sé betri en nokkru sinni fyrr. Horfa má á tónleikana hér að neðan. Tónlist Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Breska hljómsveitin Radiohead hefur haldið aðdáendum sínum uppteknum undanfarnar vikur með því að streyma gömlum tónleikaupptökum í beinni útsendingu á netinu. Nú er komið að fjórtán ára gömlum tónleikum sem öðlasta hafa goðsagnakenndan sess í hjörtum aðdáenda sveitarinnar, sem og hljómsveitarmeðlimana sjálfra. Um er að ræða tónleika sem haldnir voru á Boonaroo tónleikahátíðinni í Bandaríkjunum árið 2006. Á tónleikunum prufukeyrði hljómsveitin nýtt efni sem átti eftir að birtast á In Rainbows, sjöundu breiðskífu hljómsveitarinnar, auk eldra efnis. Sveitin var einstaklega vel upplögð þetta kvöld og um algjörlega magnaða tónleika er að ræða. Raunar hafa hljómsveitarmeðlimir sjálfir sagt að tónleikarnir sem um ræðir séu afar ofarlega á lista yfir þá bestu sem hljómsveitin hefur haldið, í það minnsta í Bandaríkjunum. Aðdáendur hafa í gegnum tíðina getað nálgast upptöku af tónleikunum eftir ýmsum krókaleiðum en nú birtir hljómsveitin tónleikana í heild sinni og segir gítarleikarinn Jonny Greenwood að þeim hafi meira að segja tekist að grafa upp glænýja hljóðupptöku frá tónleikunum sem sé betri en nokkru sinni fyrr. Horfa má á tónleikana hér að neðan.
Tónlist Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira