Sport

Dagskráin í dag: Domino's Körfuboltakvöld og úrslitaeinvígi

Sindri Sverrisson skrifar
Domino´s körfuboltakvöld með Kjartani Atla og félögum er á dagskrá í kvöld.
Domino´s körfuboltakvöld með Kjartani Atla og félögum er á dagskrá í kvöld.

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Kjartan Atli Kjartansson og félagar verða á Stöð 2 Sport kl. 20 í kvöld í Domino's Körfuboltakvöldi. Að öðru leyti verður enska bikarkeppnin í fótbolta áberandi á stöðinni þar sem sýndir verða sígildir leikir úr sögu þessarar elstu og virtustu bikarkeppni heims. Einnig verða sýndir vel valdir leikir úr úrvalsdeild karla í fótbolta og skemmtilegir þættir um 10. áratuginn í NBA-deildinni.

Stöð 2 Sport 2

Körfuboltinn verður í fyrirrúmi á Stöð 2 Sport 2 þar sem sýndir verða vel valdir leikir úr úrslitakeppni Dominos-deildarinnar síðustu ár.

Stöð 2 Sport 3

Á Stöð 2 Sport 3 verður einnig nóg af körfubolta en þar verður hægt að sjá alla úrslitaseríu Vals og Hauka í Dominos-deild kvenna fyrir tveimur árum og úrslitaeinvígi Keflavíkur og Snæfells frá 2017.

Stöð 2 eSport

Það verða útsendingar frá Counter-Strike og League of Legends leikjum á Stöð 2 eSport, auk þess sem vináttulandsleikur Íslands og Rúmeníu í FIFA-tölvuleiknum verður endursýndur sem og úrslitakvöld HM í KARDS sem er íslenskur tölvuleikur.

Stöð 2 Golf

Íslandsmótið í höggleik frá árinu 2012 verður sýnt á Stöð 2 Golf. Þar verður einnig sýndur skemmtilegur þáttur um KPMG-mótið árið 2012, þar sem úrvalslið Reykjavíkur mætti úrvalsliði landsbyggðar í anda Ryder-bikarsins. Þá verða sýndir þættir um Forsetabikarinn og mótið 2019 sýnt.

Allar útsendingar dagsins má finna á heimasíðu Stöðvar 2.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.