Verðlaun streymdu til íslensku dansaranna Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 9. júlí 2019 09:00 Luis Lucas Antónió Cabambe og Brynjar Dagur Albertsson hlutu gullverðlaun í alþjóðlegri danskeppni í Portúgal. Mynd/Brynja Pétursdóttir „Við fórum út með tuttugu og þrjú ungmenni á aldrinum 11-22 ára og nær allir komu heim með verðlaunapening, þau bara sópuðu upp verðlaunum,“ segir Brynja Pétursdóttir, eigandi Dans Brynju Péturs, en nemendur hennar tóku nýlega þátt í alþjóðlegri danskeppni í Portúgal. Mikill fjöldi þátttakenda var í keppninni eða um 6.000 manns frá 60 löndum og nemendur Brynju hlutu verðlaun í ýmsum flokkum. „Við unnum til verðlauna i öllum hópaflokkunum sem við tókum þátt í, fimm verðlaun allt í allt. Eitt gull, tvö silfur og tvö brons þannig að það eru alþjóðlegir meistarar í okkar röðum, strákarnir í CYBORGS, Brynjar Dagur og Luis Lucas,“ segir Brynja. Brynjar Dagur hreppti líkt og Brynja nefnir gull í tvíliðaflokki en einnig annað sætið í einstaklingsflokki. Brynjar stimplaði sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar fyrir nokkrum árum þegar hann vann Ísland Got Talent.Klippa: Brynjar Dagur vann Ísland Got talent „Ég vann gullverðlaun í flokki þar sem tveir dansa saman ásamt Luis félaga mínum og svo vann ég silfur í solo-flokki,“ segir Brynjar Dagur Albertsson, nýkrýndur gullverðlaunahafi. Brynjar Dagur hefur æft dans frá því hann var ellefu ára, en hann verður 21 árs síðar á þessu ári. Keppnin í Portúgal var sú fyrsta sem hann tekur þátt í utan landsteinanna. „Þetta var frábær en samt mjög erfið keppni. Það var svo mikið af dönsurum og allir svo rosalega góðir svo þetta var mjög stressandi en það gekk allt mjög vel, þetta var alveg frábært,“ segir Brynjar. Dansstíll hans var ólíkur stíl margra þeirra sem tóku þátt í keppninni, en hann dansar popping. „Ég byrjaði að dansa popping þegar ég var fjórtán ára en það voru ekki margir „popparar“ í keppninni. Ég var þess vegna ekki alveg viss um það hvernig yrði tekið í þetta, en svo byrjaði ég og það bara fíluðu þetta allir,“ segir Brynjar Dagur stoltur. „Ég ætla að reyna að fara aftur á næsta ári og þá ætla ég að taka gullið í sóló. Bara æfi mig á hverjum degi þangað til.“Brynja Pétursdóttir.Brynja segir að öll verðlaunin hafi verið óvænt ánægja. Markmið ferðarinnar hafi verið að hafa gaman og kynna streetdanssenuna á Íslandi. „Það er mikil vöntun á þekkingu á street dansi í Evrópu og okkur fannst gaman að geta komið með okkar þekkingu, sem við höfum aflað okkur til dæmis frá Bandaríkjunum en þar á dansinn uppruna sinn,“ segir Brynja og bætir því við að hún sé afar stolt af nemendum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
„Við fórum út með tuttugu og þrjú ungmenni á aldrinum 11-22 ára og nær allir komu heim með verðlaunapening, þau bara sópuðu upp verðlaunum,“ segir Brynja Pétursdóttir, eigandi Dans Brynju Péturs, en nemendur hennar tóku nýlega þátt í alþjóðlegri danskeppni í Portúgal. Mikill fjöldi þátttakenda var í keppninni eða um 6.000 manns frá 60 löndum og nemendur Brynju hlutu verðlaun í ýmsum flokkum. „Við unnum til verðlauna i öllum hópaflokkunum sem við tókum þátt í, fimm verðlaun allt í allt. Eitt gull, tvö silfur og tvö brons þannig að það eru alþjóðlegir meistarar í okkar röðum, strákarnir í CYBORGS, Brynjar Dagur og Luis Lucas,“ segir Brynja. Brynjar Dagur hreppti líkt og Brynja nefnir gull í tvíliðaflokki en einnig annað sætið í einstaklingsflokki. Brynjar stimplaði sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar fyrir nokkrum árum þegar hann vann Ísland Got Talent.Klippa: Brynjar Dagur vann Ísland Got talent „Ég vann gullverðlaun í flokki þar sem tveir dansa saman ásamt Luis félaga mínum og svo vann ég silfur í solo-flokki,“ segir Brynjar Dagur Albertsson, nýkrýndur gullverðlaunahafi. Brynjar Dagur hefur æft dans frá því hann var ellefu ára, en hann verður 21 árs síðar á þessu ári. Keppnin í Portúgal var sú fyrsta sem hann tekur þátt í utan landsteinanna. „Þetta var frábær en samt mjög erfið keppni. Það var svo mikið af dönsurum og allir svo rosalega góðir svo þetta var mjög stressandi en það gekk allt mjög vel, þetta var alveg frábært,“ segir Brynjar. Dansstíll hans var ólíkur stíl margra þeirra sem tóku þátt í keppninni, en hann dansar popping. „Ég byrjaði að dansa popping þegar ég var fjórtán ára en það voru ekki margir „popparar“ í keppninni. Ég var þess vegna ekki alveg viss um það hvernig yrði tekið í þetta, en svo byrjaði ég og það bara fíluðu þetta allir,“ segir Brynjar Dagur stoltur. „Ég ætla að reyna að fara aftur á næsta ári og þá ætla ég að taka gullið í sóló. Bara æfi mig á hverjum degi þangað til.“Brynja Pétursdóttir.Brynja segir að öll verðlaunin hafi verið óvænt ánægja. Markmið ferðarinnar hafi verið að hafa gaman og kynna streetdanssenuna á Íslandi. „Það er mikil vöntun á þekkingu á street dansi í Evrópu og okkur fannst gaman að geta komið með okkar þekkingu, sem við höfum aflað okkur til dæmis frá Bandaríkjunum en þar á dansinn uppruna sinn,“ segir Brynja og bætir því við að hún sé afar stolt af nemendum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira