Forseti ASÍ og formaður Eflingar þrýsta á stjórnvöld Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2019 19:18 Forseti Alþýðusambandsins og formaður Eflingar skora á stjórnvöld að framkvæma boðaðar skattabreytingar hratt og án undanbragða. Félagsmenn verkalýðsfélaganna sem nú greiði atkvæði um nýgerða samninga leggi mikla áherslu á skjót svör stjórnvalda. Í tengslum við nýgerða kjarasamninga gáfu stjórnvöld út yfirlýsingu um aðgerðir sem metnar eru á áttatíu til hundrað milljarða. Þeirra á meðal eru skattalækkanir með fjölgun skattþrepa, sem helst eiga að gagnast lág- og millitekjuhópum. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendu sameiginlega frá sér yfirlýsingu í dag þar sem brýnt er fyrir stjórnvöldum að draga ekki framkvæmd skattalækkana. En á undanförnum áratugum hafi skattar verið færðir af tekjuháum hópum yfir á tekjulága. „Við erum að halda uppi þrýstingi á stjórnvöld að efna þau loforð og þær yfirlýsingar sem þau hafa gefið. Líka miðla þeirri skýru hugsun frá okkar félagsmönnum, sem kemur mjög skýrt fram á fundum, að fólk er að bíða eftir útfærslu á skattatillögunum,“ segir Drífa. Ekki megi draga það í einhver ár að koma þeim öllum til framkvæmda heldur komi þungi breytinganna til framkvæmda sem fyrst. „Það var samið um tiltölulega lágar tölur í upphafi á þessum samningi. Hann er afturhlaðinn og við héldum því til haga í samskiptum við stjórnvöld í aðdraganda þessarar yfirlýsingar að þá ætluðumst við til að þunginn í skattabreytingunum kæmi fyrr,“ segir forseti ASÍ. Í yfirlýsingu sinni segja Drífa og Sólveig Anna ljóst að skattabreytingarnar þurfi að koma hratt til framkvæmda og án undanbragða. Fulltrúar vinnandi fólks muni ekki sætta sig við að þær verði innleiddar á næstu þremur árum. Öll spjót standi því á stjórnvöldum að svara kalli vinnandi fólks og upplýsa um það hvernig fyrirhugaðar skattalækkanir verða framkvæmdar. Ekki náðist í fjármálaráðherra í dag sem sagður er vera í fríi. Samningarnir hafa verið kynntir á fundum verkalýðsfélaga að undanförnu. „Krónutölubreytingarnar í kjarasamningunum, skattatillögurnar, möguleikarnir á styttingu vinnuvikunnar. Þetta er það sem helst er til umræðu á þessum fundum.“Heyrist ykkur fólk almennt sátt við samningana? „Ég reikna með að þeir verði samþykktir. Miðað við það hljóð sem ég heyri á þeim fundum sem ég hef setið, já,“ segir Drífa Snædal. Kjaramál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins og formaður Eflingar skora á stjórnvöld að framkvæma boðaðar skattabreytingar hratt og án undanbragða. Félagsmenn verkalýðsfélaganna sem nú greiði atkvæði um nýgerða samninga leggi mikla áherslu á skjót svör stjórnvalda. Í tengslum við nýgerða kjarasamninga gáfu stjórnvöld út yfirlýsingu um aðgerðir sem metnar eru á áttatíu til hundrað milljarða. Þeirra á meðal eru skattalækkanir með fjölgun skattþrepa, sem helst eiga að gagnast lág- og millitekjuhópum. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendu sameiginlega frá sér yfirlýsingu í dag þar sem brýnt er fyrir stjórnvöldum að draga ekki framkvæmd skattalækkana. En á undanförnum áratugum hafi skattar verið færðir af tekjuháum hópum yfir á tekjulága. „Við erum að halda uppi þrýstingi á stjórnvöld að efna þau loforð og þær yfirlýsingar sem þau hafa gefið. Líka miðla þeirri skýru hugsun frá okkar félagsmönnum, sem kemur mjög skýrt fram á fundum, að fólk er að bíða eftir útfærslu á skattatillögunum,“ segir Drífa. Ekki megi draga það í einhver ár að koma þeim öllum til framkvæmda heldur komi þungi breytinganna til framkvæmda sem fyrst. „Það var samið um tiltölulega lágar tölur í upphafi á þessum samningi. Hann er afturhlaðinn og við héldum því til haga í samskiptum við stjórnvöld í aðdraganda þessarar yfirlýsingar að þá ætluðumst við til að þunginn í skattabreytingunum kæmi fyrr,“ segir forseti ASÍ. Í yfirlýsingu sinni segja Drífa og Sólveig Anna ljóst að skattabreytingarnar þurfi að koma hratt til framkvæmda og án undanbragða. Fulltrúar vinnandi fólks muni ekki sætta sig við að þær verði innleiddar á næstu þremur árum. Öll spjót standi því á stjórnvöldum að svara kalli vinnandi fólks og upplýsa um það hvernig fyrirhugaðar skattalækkanir verða framkvæmdar. Ekki náðist í fjármálaráðherra í dag sem sagður er vera í fríi. Samningarnir hafa verið kynntir á fundum verkalýðsfélaga að undanförnu. „Krónutölubreytingarnar í kjarasamningunum, skattatillögurnar, möguleikarnir á styttingu vinnuvikunnar. Þetta er það sem helst er til umræðu á þessum fundum.“Heyrist ykkur fólk almennt sátt við samningana? „Ég reikna með að þeir verði samþykktir. Miðað við það hljóð sem ég heyri á þeim fundum sem ég hef setið, já,“ segir Drífa Snædal.
Kjaramál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira