Auglýsa eftir brauðtertum gegn tónleikamiðum Björk Eiðsdóttir skrifar 18. október 2019 08:00 Hljómsveitin Góss heldur viðhafnartónleika í Vinabæ á laugardag. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Hljómsveitin GÓSS heldur viðhafnartónleika í Vinabæ í Skipholti á morgun. Á tónleikunum verða leikin lög af nýútkominni plötu sveitarinnar, Góssentíð, sem vakið hefur athygli fyrir séríslenskar áherslur. Því þótti hljómsveitarmeðlimum við hæfi að tónleikarnir væru á sömu nótum og eru því brauðtertur, kökur og kaffi innifalið í miðaverði.Auglýsa í brauðtertuhóp Þar sem hljómsveitarmeðlimir eru miklir brauðtertuaðdáendur og langaði að bjóða upp á slíkt góss í hléi á tónleikunum brugðu þau á það ráð að auglýsa eftir þeim í hópnum Brauðtertufélag Erlu og Erlu á Facebook. Þar bjóða þeir brauðtertulistamönnum að útbúa brauðtertur gegn miðum á tónleikana. Áhugasamir brauðtertu- og tónlistarunnendur geta því lagt sitt lóð á vogarskálarnar og grætt tónleikamiða með því að hafa samband við sveitina í gegnum Facebook-síðu hennar.Vinabær hinn eini rétti salur Tónleikarnir eru einhvers konar síðbúnir útgáfutónleikar fyrir plötuna Góssentíð sem kom út snemmsumars. Sveitin hefur nefnilega ekki haldið tónleika í Reykjavík frá því að platan kom út því að meðlimir vildu finna rétta salinn fyrir tilefnið. Það var svo auðvitað borðleggjandi að hinn stórkostlegi og sögufrægi salur Vinabæjar, sem er helst þekktur fyrir bingókvöld sín, væri rétti staðurinn – og brauðtertur rétta meðlætið! „Í sumar fórum við rúnt um landið, eins og við höfum gert áður. Við erum einhvern veginn ekki búin að spila hérna í Reykjavík, byrjuðum í Hafnarfirði og héldum svo út á land. Við fórum að velta því fyrir okkur hvar væri gaman að halda tónleika hérna í bænum. Það er ekki víst að hvaða staður sem er myndi henta,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona sveitarinnar.Appelsín í staðinn fyrir vín Hún segir þau hafa spilað á ýmsum skemmtilegum stöðum í sumar, þar á meðal þó nokkrum félagsheimilum. „Að lokum duttum við niður á þessa hugmynd. Vinabær er frábær staður, það eitt og sér að koma þarna inn er geggjað. Flott, áhugavert og skrýtið en samt í miðri borg. Við áttum eftir að spila hérna í bænum og þegar við fengum þessa hugmynd, þá small þetta allt saman. Svo fannst okkur fyndið að halda þá klukkan fjögur um dag og vera með brauðtertur og pönnukökur, það passar svo vel við rýmið.“ Hún segir að þau hafi sérstaklega valið tímasetninguna upp á tilbreytni. „Fólk er orðið svo vant því að tónleikar séu seint á kvöldin og að fá sér drykk og mat kannski fyrir, allri dagskránni pakkað á kvöldið. Okkur fannst einhvern veginn fyndið, skemmtilegt og bara allt í lagi að vera með tónleika seinnipart dags. Svo er sjoppa á staðnum þar sem fólk getur keypt sér appelsín og nammi. Eiginlega smá gamaldags en skemmtilegt,“ segir Sigríður. Miða er hægt að nálgast á Tix.is, en verði afgangur munu þeir miðar verða seldir við hurð. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hljómsveitin GÓSS heldur viðhafnartónleika í Vinabæ í Skipholti á morgun. Á tónleikunum verða leikin lög af nýútkominni plötu sveitarinnar, Góssentíð, sem vakið hefur athygli fyrir séríslenskar áherslur. Því þótti hljómsveitarmeðlimum við hæfi að tónleikarnir væru á sömu nótum og eru því brauðtertur, kökur og kaffi innifalið í miðaverði.Auglýsa í brauðtertuhóp Þar sem hljómsveitarmeðlimir eru miklir brauðtertuaðdáendur og langaði að bjóða upp á slíkt góss í hléi á tónleikunum brugðu þau á það ráð að auglýsa eftir þeim í hópnum Brauðtertufélag Erlu og Erlu á Facebook. Þar bjóða þeir brauðtertulistamönnum að útbúa brauðtertur gegn miðum á tónleikana. Áhugasamir brauðtertu- og tónlistarunnendur geta því lagt sitt lóð á vogarskálarnar og grætt tónleikamiða með því að hafa samband við sveitina í gegnum Facebook-síðu hennar.Vinabær hinn eini rétti salur Tónleikarnir eru einhvers konar síðbúnir útgáfutónleikar fyrir plötuna Góssentíð sem kom út snemmsumars. Sveitin hefur nefnilega ekki haldið tónleika í Reykjavík frá því að platan kom út því að meðlimir vildu finna rétta salinn fyrir tilefnið. Það var svo auðvitað borðleggjandi að hinn stórkostlegi og sögufrægi salur Vinabæjar, sem er helst þekktur fyrir bingókvöld sín, væri rétti staðurinn – og brauðtertur rétta meðlætið! „Í sumar fórum við rúnt um landið, eins og við höfum gert áður. Við erum einhvern veginn ekki búin að spila hérna í Reykjavík, byrjuðum í Hafnarfirði og héldum svo út á land. Við fórum að velta því fyrir okkur hvar væri gaman að halda tónleika hérna í bænum. Það er ekki víst að hvaða staður sem er myndi henta,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona sveitarinnar.Appelsín í staðinn fyrir vín Hún segir þau hafa spilað á ýmsum skemmtilegum stöðum í sumar, þar á meðal þó nokkrum félagsheimilum. „Að lokum duttum við niður á þessa hugmynd. Vinabær er frábær staður, það eitt og sér að koma þarna inn er geggjað. Flott, áhugavert og skrýtið en samt í miðri borg. Við áttum eftir að spila hérna í bænum og þegar við fengum þessa hugmynd, þá small þetta allt saman. Svo fannst okkur fyndið að halda þá klukkan fjögur um dag og vera með brauðtertur og pönnukökur, það passar svo vel við rýmið.“ Hún segir að þau hafi sérstaklega valið tímasetninguna upp á tilbreytni. „Fólk er orðið svo vant því að tónleikar séu seint á kvöldin og að fá sér drykk og mat kannski fyrir, allri dagskránni pakkað á kvöldið. Okkur fannst einhvern veginn fyndið, skemmtilegt og bara allt í lagi að vera með tónleika seinnipart dags. Svo er sjoppa á staðnum þar sem fólk getur keypt sér appelsín og nammi. Eiginlega smá gamaldags en skemmtilegt,“ segir Sigríður. Miða er hægt að nálgast á Tix.is, en verði afgangur munu þeir miðar verða seldir við hurð.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira