Litla föndurhornið: Þrívíddarrammi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. desember 2019 10:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Vísir/Kristbjörg Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 6. desember sýnir hún hvernig á að gera jólalegan þrívíddarramma. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirOk, ég veit að nafnið hljómar eins og þetta föndurverkefni sé rosalega flókið en trúið mér, þetta er einfaldara en þið haldið. Fyrir einhverju síðan, reyndar fyrir frekar löngu síðan, þá var Rúmfatalagerinn með þessa ramma á útsölu, og ég greip tækifærið. Þetta var svona þrívíddarrammi, með gati ofan á, hannaður til að geyma korktappa úr vínflöskum. Ég drekk varla og aldrei rauðvín eða hvítvín og hafði þess vegna ekki mikið að gera með korktappageymslu, en ég sá möguleikana sem fólust í þessu, hugsa út fyrir rammann krakkar.Ég skrapaði textann og vínglösin af rammanum, tók pínu tíma en ég vildi alls ekki skemma glerið. Svo fann ég fallegan gjafapoka og litla seríu, og parýtið gat byrjað.Ég þurfti bara aðra hliðina á pokanum sem ég klippti til, ég notaði bakið á rammanum sem viðmið. Ég hjó göt í myndina þar sem ég vildi að ljósin kæmu í gegn, snéri pokanum við, notaði límband til að festa sériuna niður við bakið á myndinni. Hafið þið notað svona ég veit ekki alveg hvað ég á að kalla það en þetta er límband sem er með lími báðum megin en það er þykkt, notað til að skapa þrívíddaráhrif. Ég setti svona límband hér og þar á bakið á myndinni og festi hana svo á bakið á rammanum.Myndin var aðeins minni en bakið á rammanum þannig að ég setti þennan ótrúlega fallega borða utan um myndina. Ég bjó til ramma utan um myndina áður en ég setti hana í rammann, bíddu hljómar þetta flókið?Batteríspakkann þræddi ég í gegnum gatið á rammanum (þið munið korktappanir), kom myndinni fyrir í rammann og notaði límbyssuna til að festa batteríspakkann aftan á rammann (passið bara að snúa honum rétt, svo að þið getið skipt um batterí).Ég átti gervisnjó sem ég lét falla í gegnum gatið, og til að hálf loka gatinu og fela það þá límdi ég nokkrar gervigreinar þar ofan á og svo fugl ofan á það. Berin settu svo punktinn yfir i-ið. Ég setti svo smá greni, ber og slaufu og rauðum og hvítum borða í hornin og búin! Sko, hafði ég ekki rétt fyrir mér, var þetta ekki auðveldara en þið hélduð? Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Snjókorn Jólaföndur dagsins 5. desember. 5. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Flöskuskreyting Jólaföndur 4. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 4. desember 2019 09:00 Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 6. desember sýnir hún hvernig á að gera jólalegan þrívíddarramma. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirOk, ég veit að nafnið hljómar eins og þetta föndurverkefni sé rosalega flókið en trúið mér, þetta er einfaldara en þið haldið. Fyrir einhverju síðan, reyndar fyrir frekar löngu síðan, þá var Rúmfatalagerinn með þessa ramma á útsölu, og ég greip tækifærið. Þetta var svona þrívíddarrammi, með gati ofan á, hannaður til að geyma korktappa úr vínflöskum. Ég drekk varla og aldrei rauðvín eða hvítvín og hafði þess vegna ekki mikið að gera með korktappageymslu, en ég sá möguleikana sem fólust í þessu, hugsa út fyrir rammann krakkar.Ég skrapaði textann og vínglösin af rammanum, tók pínu tíma en ég vildi alls ekki skemma glerið. Svo fann ég fallegan gjafapoka og litla seríu, og parýtið gat byrjað.Ég þurfti bara aðra hliðina á pokanum sem ég klippti til, ég notaði bakið á rammanum sem viðmið. Ég hjó göt í myndina þar sem ég vildi að ljósin kæmu í gegn, snéri pokanum við, notaði límband til að festa sériuna niður við bakið á myndinni. Hafið þið notað svona ég veit ekki alveg hvað ég á að kalla það en þetta er límband sem er með lími báðum megin en það er þykkt, notað til að skapa þrívíddaráhrif. Ég setti svona límband hér og þar á bakið á myndinni og festi hana svo á bakið á rammanum.Myndin var aðeins minni en bakið á rammanum þannig að ég setti þennan ótrúlega fallega borða utan um myndina. Ég bjó til ramma utan um myndina áður en ég setti hana í rammann, bíddu hljómar þetta flókið?Batteríspakkann þræddi ég í gegnum gatið á rammanum (þið munið korktappanir), kom myndinni fyrir í rammann og notaði límbyssuna til að festa batteríspakkann aftan á rammann (passið bara að snúa honum rétt, svo að þið getið skipt um batterí).Ég átti gervisnjó sem ég lét falla í gegnum gatið, og til að hálf loka gatinu og fela það þá límdi ég nokkrar gervigreinar þar ofan á og svo fugl ofan á það. Berin settu svo punktinn yfir i-ið. Ég setti svo smá greni, ber og slaufu og rauðum og hvítum borða í hornin og búin! Sko, hafði ég ekki rétt fyrir mér, var þetta ekki auðveldara en þið hélduð?
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Snjókorn Jólaföndur dagsins 5. desember. 5. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Flöskuskreyting Jólaföndur 4. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 4. desember 2019 09:00 Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Sjá meira
Litla föndurhornið: Flöskuskreyting Jólaföndur 4. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 4. desember 2019 09:00
Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00