Evu Maríu hótað þegar hún stofnaði Sætar syndir Stefán Árni Pálsson skrifar 4. desember 2019 11:30 Eva María stofnaði Sætar syndir það tók heldur betur á. Stöð 2 Eva María Hallgrímsdóttir stofnaði kökuskreytingafyrirtækið Sætar syndir fyrir nokkrum árum en það gekk ekki átakalaust fyrir sig og þurfti hún að ganga í gegnum erfiða tíma í kjölfarið. Rætt var við Evu í Íslandi í í dag síðastliðinn föstudag á Stöð 2. Henni var hótað og hún lögsótt trekk í trekk eins og hver annar glæpamaður eins og hún orðar það. „Þetta var þannig að ég var að undirbúa opnunina í Sætum og fæ tölvupóst frá bakara sem fer að spyrja mig hvenær ég ætli að opna og svoleiðis og ég sé að brjóta lög með því opna kökugerð og ég skuli sko ekki halda það að ég fái að hafa fyrirtækið mitt í friði,“ segir Eva sem var sagt að hún væri að brjóta iðnaðarlög með því þar sem hún væri ekki menntaður bakari.Fór fram og til baka í kerfinu „Hann sagði að samtök bakara ættu ógrynni af fjár og myndi hafa tíma til að elta mig uppi hvernig sem færi. Mér auðvitað brá við þetta og þetta var alls ekki eitthvað sem ég átti von á. Ég hafði samband við lögfræðing sem tók málin í sínar hendur og svaraði honum. Svo leið ekkert að löngu þangað til ég fékk bréf heim sem var ákæra frá lögreglunni og Samtökum iðnaðarins um brot á iðnaðarlögum. Lögfræðingur minn fer þá í það mál og því máli var síðan vísað frá. Svo liðu nokkrar vikur og þá kemur aftur bréf frá Ríkissaksóknara. Þá höfðu þeir vísað frávísuninni til þeirra og það var tekið fyrir þar og þeir vísa þessu aftur til efnismeðferðar til lögreglunnar. Þar var þessu aftur vísað frá og þá var ég fyrst fengin í skýrslutöku. Ég mæti niður á lögreglustöð með lögmann með mér sem var mjög absúrd upplifun,“ segir Eva og málið hélt áfram og hún aftur kærð til Ríkissaksóknara. Aftur var málinu vísað frá en að lokum var Samtökum iðnaðarins tilkynnt að þeir hefðu ekki grundvöll fyrir annarri kæru. „Ég er með kökugerð og við sérhæfum okkur í kökuskreytingum og við erum með matvælavottað eldhús og fylgjum öllum þeim reglugerðum sem fylgja heilbrigðiseftirlitinu. Þetta snýst ekki um að ég sé bakari, við erum ekki inni á þeim markaði og erum ekki að baka brauð eða neitt þannig.“ En Eva hefur slegið í gegn með kökuskreytingunum og meðal annars gert skreytingar fyrir heimsþekktar stjörnur eins og Guns And Roses og fleiri. Vala Matt hitti hana í síðustu viku og kynnti sér málið. Ísland í dag Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
Eva María Hallgrímsdóttir stofnaði kökuskreytingafyrirtækið Sætar syndir fyrir nokkrum árum en það gekk ekki átakalaust fyrir sig og þurfti hún að ganga í gegnum erfiða tíma í kjölfarið. Rætt var við Evu í Íslandi í í dag síðastliðinn föstudag á Stöð 2. Henni var hótað og hún lögsótt trekk í trekk eins og hver annar glæpamaður eins og hún orðar það. „Þetta var þannig að ég var að undirbúa opnunina í Sætum og fæ tölvupóst frá bakara sem fer að spyrja mig hvenær ég ætli að opna og svoleiðis og ég sé að brjóta lög með því opna kökugerð og ég skuli sko ekki halda það að ég fái að hafa fyrirtækið mitt í friði,“ segir Eva sem var sagt að hún væri að brjóta iðnaðarlög með því þar sem hún væri ekki menntaður bakari.Fór fram og til baka í kerfinu „Hann sagði að samtök bakara ættu ógrynni af fjár og myndi hafa tíma til að elta mig uppi hvernig sem færi. Mér auðvitað brá við þetta og þetta var alls ekki eitthvað sem ég átti von á. Ég hafði samband við lögfræðing sem tók málin í sínar hendur og svaraði honum. Svo leið ekkert að löngu þangað til ég fékk bréf heim sem var ákæra frá lögreglunni og Samtökum iðnaðarins um brot á iðnaðarlögum. Lögfræðingur minn fer þá í það mál og því máli var síðan vísað frá. Svo liðu nokkrar vikur og þá kemur aftur bréf frá Ríkissaksóknara. Þá höfðu þeir vísað frávísuninni til þeirra og það var tekið fyrir þar og þeir vísa þessu aftur til efnismeðferðar til lögreglunnar. Þar var þessu aftur vísað frá og þá var ég fyrst fengin í skýrslutöku. Ég mæti niður á lögreglustöð með lögmann með mér sem var mjög absúrd upplifun,“ segir Eva og málið hélt áfram og hún aftur kærð til Ríkissaksóknara. Aftur var málinu vísað frá en að lokum var Samtökum iðnaðarins tilkynnt að þeir hefðu ekki grundvöll fyrir annarri kæru. „Ég er með kökugerð og við sérhæfum okkur í kökuskreytingum og við erum með matvælavottað eldhús og fylgjum öllum þeim reglugerðum sem fylgja heilbrigðiseftirlitinu. Þetta snýst ekki um að ég sé bakari, við erum ekki inni á þeim markaði og erum ekki að baka brauð eða neitt þannig.“ En Eva hefur slegið í gegn með kökuskreytingunum og meðal annars gert skreytingar fyrir heimsþekktar stjörnur eins og Guns And Roses og fleiri. Vala Matt hitti hana í síðustu viku og kynnti sér málið.
Ísland í dag Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira