Nýársspá Siggu Kling – Fiskurinn: Púslin raðast upp í sumar Sigga Kling skrifar 4. janúar 2019 09:00 Elsku Fiskurinn minn, þér gæti fundist þú vera andsetinn svo margt er búið að fara í taugarnar á þér, gera þig pirraðan og koma þér í tilfinningalegt ójafnvægi. Þessi orka mun svo aldeilis breytast núna í janúar, því þú veist alveg hvernig þú ferð að því að henda álaginu af þér og taka lífinu léttar. Þú ert svo góður í orðum og að sannfæra aðra og hjálpa og þú ert líka frábær áheyrandi sem er frekar sjaldgæfur eiginleiki og þú heillast af öðru fólki og öllu því sem það gerir. Mér finnst svo fallegt eins og það er orðað á ensku „a people person“ sem á svo vissulega vel við þig á þessu ári því þú munt svo einlæglega snerta hjörtu, hug og sálir út um allt. Þú sérð lífið eins og veislu og þetta ár gerir þig að svo stórfenglegum veislustjóra, sem tengist ástinni, fjölskyldunni, dýrunum og hverju því sem þú leggur þitt ástfóstur við. Þú veist svo innilega að styrkur þinn og lífið snýst um gæsku en ekki yfirráð, það elska þig svo margir og talan sem fylgir þér 2019 er talan sex og hennir fylgir andlegur friður og ró. Þannig að á þessu ári þarftu alls ekki að draga úr hraðanum, né passa þig á nokkurn hátt, heldur leyfa þér að fara út um víðan völl, skína og vera alls ekki á bremsunni. Þú hefur mikil tækifæri til að verða vellríkur, en þú finnur alltaf leið til að láta peningana renna annað, til dæmis til góðgerðasamtaka, eða innan fjölskyldunnar og þú getur orðið ansi eyðslusamur á þessu ári, en það gerir ekkert til því allt sem þú gefur kemur þúsundfalt til baka. Þegar þú sérð sumarið koma þá raðast púslið upp 100%, en það eru of mörg púsl í kassanum hjá þér og þess vegna hefurðu ekki séð heildar útkomuna eða styrkleikana. Án þess að þú breytir nokkru eða takir stórar ákvarðanir munu manneskjur hverfa úr lífi þínu og þú sérð að það er fyrir bestu. Þetta ár verður svipað og þú sért að grafa eftir gulli, þú hefur fundið nokkra góða mola sem hafa reddað hlutunum, en þú ert bara nokkrum sentimetrum frá Gullæðinni miklu.Frægir Fiskar: Elísabet Ásberg listamaður, Beggi hans Pacasar, Baltasar Kormákur leikstjóri, Díana Ómel fjöllistakona, Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, Albert Einstein, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, Svavar Örn engill, Páll Óskar poppstjarna, Katla Sign og Baby Kling, Lína Rut listaperla, Nanna Lovísa dýranuddari, Höskuldur Kári Schram fréttamaður. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira
Elsku Fiskurinn minn, þér gæti fundist þú vera andsetinn svo margt er búið að fara í taugarnar á þér, gera þig pirraðan og koma þér í tilfinningalegt ójafnvægi. Þessi orka mun svo aldeilis breytast núna í janúar, því þú veist alveg hvernig þú ferð að því að henda álaginu af þér og taka lífinu léttar. Þú ert svo góður í orðum og að sannfæra aðra og hjálpa og þú ert líka frábær áheyrandi sem er frekar sjaldgæfur eiginleiki og þú heillast af öðru fólki og öllu því sem það gerir. Mér finnst svo fallegt eins og það er orðað á ensku „a people person“ sem á svo vissulega vel við þig á þessu ári því þú munt svo einlæglega snerta hjörtu, hug og sálir út um allt. Þú sérð lífið eins og veislu og þetta ár gerir þig að svo stórfenglegum veislustjóra, sem tengist ástinni, fjölskyldunni, dýrunum og hverju því sem þú leggur þitt ástfóstur við. Þú veist svo innilega að styrkur þinn og lífið snýst um gæsku en ekki yfirráð, það elska þig svo margir og talan sem fylgir þér 2019 er talan sex og hennir fylgir andlegur friður og ró. Þannig að á þessu ári þarftu alls ekki að draga úr hraðanum, né passa þig á nokkurn hátt, heldur leyfa þér að fara út um víðan völl, skína og vera alls ekki á bremsunni. Þú hefur mikil tækifæri til að verða vellríkur, en þú finnur alltaf leið til að láta peningana renna annað, til dæmis til góðgerðasamtaka, eða innan fjölskyldunnar og þú getur orðið ansi eyðslusamur á þessu ári, en það gerir ekkert til því allt sem þú gefur kemur þúsundfalt til baka. Þegar þú sérð sumarið koma þá raðast púslið upp 100%, en það eru of mörg púsl í kassanum hjá þér og þess vegna hefurðu ekki séð heildar útkomuna eða styrkleikana. Án þess að þú breytir nokkru eða takir stórar ákvarðanir munu manneskjur hverfa úr lífi þínu og þú sérð að það er fyrir bestu. Þetta ár verður svipað og þú sért að grafa eftir gulli, þú hefur fundið nokkra góða mola sem hafa reddað hlutunum, en þú ert bara nokkrum sentimetrum frá Gullæðinni miklu.Frægir Fiskar: Elísabet Ásberg listamaður, Beggi hans Pacasar, Baltasar Kormákur leikstjóri, Díana Ómel fjöllistakona, Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, Albert Einstein, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, Svavar Örn engill, Páll Óskar poppstjarna, Katla Sign og Baby Kling, Lína Rut listaperla, Nanna Lovísa dýranuddari, Höskuldur Kári Schram fréttamaður.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira