Það eina sem getur sett þig núna í krappa stöðu er að þú ert helst til áhrifagjarn og elskar athygli, skoðaðu þess vegna hverjar eru raunverulegar fyrirmyndir, ekki „sikksakka“ á milli fólks sem hefur ekkert að gefa, heldur tekur bara og tekur.
Á þessu tímabili sem þú ert staddur núna geturðu fundið fyrir doða, vera dofinn fyrir hinu og þessu en það er bara svo sannarlega allt í lagi, því það er bara viss vörn fyrir þeim og því sem sem hafa ekkert með það að gera að vera áhrifavaldar í lífi þínu.
Næstu mánuðir verða þér happadrjúgir því þú munt svo sannarlega vita hvað þú vilt, þú finnur lausnir og leiðir að takmarki þínu og tækifærin eru á léttu nótum lífsins. Þú aðlagast svo vel að öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur með þinni einlægu lífsgleði og lífstjáningu eins og þér einum er lagið og vertu hagsýnn um hugmyndir um draumana þína því þá rætast draumarnir fyrr.
Þú elskar að hafa tök á tilfinningum þínum og átt þar af leiðandi til að reyna að stjórna og mikið þeim sem þú elskar, en slepptu tökunum og ástin blómstrar með þessari einskæru hjartahlýju sem þú býrð yfir.
Kossar og knús, Sigga Kling

Fiskar 19. febrúar - 20. mars
Höddi Magg, fjölmiðlamaður, 19. febrúarBaltasar Kormákur, leikstjóri, 27. febrúar
Albert Einstein, vísindamaður, 14. mars
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 12. mars
Ólafur Darri Ólafsson, leikari, 13. mars
Vigdís Hauksdóttir, stjórnmálamaður, 20. mars
Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, 19. mars
Páll Óskar poppstjarna, 16. mars
Elín Metta Jensen, fótboltakona, 1. mars
Rihanna, tónlistarkona, 20. febrúar
Liz Taylor, leikkona, 27. febrúar