Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Kristján Már Unnarsson skrifar 11. október 2019 21:00 Boeing MAX-vél Icelandair tekst á loft frá Keflavíkurflugvelli í morgun í fyrsta sinn í sjö mánuði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. Sjá mátti brottför þeirra frá Keflavíkurflugvelli og viðtal við flugstjórann í fréttum Stöðvar 2. Þær hafa staðið kyrrsettar frá 12. mars, en núna var loksins komið að því að þær hreyfðust á ný. Vélin Mývatn, TF-ICN, ein sex MAX-véla félagsins sem staðsettar voru í Keflavík, fékk það hlutverk að verða fyrst í loftið en henni hefur aldrei verið flogið með farþega frá því hún kom úr verksmiðjunni fyrr á árinu.Flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson sestir undir stýri á TF-ICN.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson voru að undirbúa brottför þegar við hittum þá í flugstjórnarklefanum og ekki var að heyra að það vottaði fyrir neinum kvíða; þvert á móti vonast Þórarinn til að kyrrsetningunni verði aflétt sem allra fyrst. -Þið viljið fá að taka þær í notkun? „Alveg bara, eins og skot. Um leið og þær eru búnar að fara í gegnum þessar breytingar sem Boeing er að gera, - um leið og það er klárt, - þá er ekkert að vanbúnaði. Og ég get fullvissað alla um það að þetta verða öruggustu flugvélar sem hafa verið smíðaðar þegar þær fara síðan í loftið."Max-vélin Mývatn á akstursbraut á leið til flugtaks í morgun.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Og ég get líka sagt það, ef ég væri að fljúga sem farþegi, þá myndi ég helst vilja fljúga með MAX vegna þess bara að ég veit hversu frábær og örugg flugvél þetta er,“ segir flugstjórinn. Meðan Mývatni er ekið í átt að flugtaksstöðu er verið að undirbúa næstu vél, Búlandstind, til brottfarar en henni fljúga flugstjórarnir Kári Kárason og Franz Ploder. Skjáskot af Flightradar24 skömmu eftir lendingu TF-ICO á flugvellinum í Lleida norðvestan Barcelona í kvöld.Upphaflega stóð til að ferja MAX-flota Icelandair til Toulous í Frakklandi en niðurstaðan er að vélarnar fari til Spánar. -Hversvegna þessi breyting? „Það er bara út af leyfismálum og öðru slíku. Það eru kannski ekkert allir sem vilja fá vélarnar inn til sín og Frakkarnir eru þar á meðal. Kannski er það bara út af Airbus, - ég veit það ekki,“ svarar Þórarinn, sem jafnframt er flotastjóri MAX-véla Icelandair. Þotan er komin á fulla ferð og brátt verðum við vitni að fyrsta flugtaki MAX-vélar Icelandair í sjö mánuði. Þetta er þó aðeins ferjuflug, háð ströngum skilyrðum, með flugmennina eina um borð, í því skyni að forða þeim í skjól frá íslenskum vetri en Icelandair gerir enn ráð fyrir að þær verði komnar í farþegaflug í janúar. Flugið til Spánar, með millilendingu í Shannon á Írlandi, gekk að óskum, og lenti seinni vélin, Búlandstindur, á flugvellinum við borgina Lleida í Katalóníu klukkan 19.15 í kvöld að íslenskum tíma. Fyrri vélin, Mývatn, lenti um tveimur tímum fyrr. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, kvaðst hafa fengið þau skilaboð frá Þórarni flugstjóra að flugið hefði gengið mjög vel. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34 Fyrsta Boeing Max-vélin flogin til Spánar Áætlað er að ferjuflug Boeing 737 MAX-vélar Icelandair hefjist núna klukkan níu. Fyrsta vélin tekur þá á loft frá Keflavíkurflugvelli og verður henni flogið til Spánar. 11. október 2019 08:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. Sjá mátti brottför þeirra frá Keflavíkurflugvelli og viðtal við flugstjórann í fréttum Stöðvar 2. Þær hafa staðið kyrrsettar frá 12. mars, en núna var loksins komið að því að þær hreyfðust á ný. Vélin Mývatn, TF-ICN, ein sex MAX-véla félagsins sem staðsettar voru í Keflavík, fékk það hlutverk að verða fyrst í loftið en henni hefur aldrei verið flogið með farþega frá því hún kom úr verksmiðjunni fyrr á árinu.Flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson sestir undir stýri á TF-ICN.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson voru að undirbúa brottför þegar við hittum þá í flugstjórnarklefanum og ekki var að heyra að það vottaði fyrir neinum kvíða; þvert á móti vonast Þórarinn til að kyrrsetningunni verði aflétt sem allra fyrst. -Þið viljið fá að taka þær í notkun? „Alveg bara, eins og skot. Um leið og þær eru búnar að fara í gegnum þessar breytingar sem Boeing er að gera, - um leið og það er klárt, - þá er ekkert að vanbúnaði. Og ég get fullvissað alla um það að þetta verða öruggustu flugvélar sem hafa verið smíðaðar þegar þær fara síðan í loftið."Max-vélin Mývatn á akstursbraut á leið til flugtaks í morgun.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Og ég get líka sagt það, ef ég væri að fljúga sem farþegi, þá myndi ég helst vilja fljúga með MAX vegna þess bara að ég veit hversu frábær og örugg flugvél þetta er,“ segir flugstjórinn. Meðan Mývatni er ekið í átt að flugtaksstöðu er verið að undirbúa næstu vél, Búlandstind, til brottfarar en henni fljúga flugstjórarnir Kári Kárason og Franz Ploder. Skjáskot af Flightradar24 skömmu eftir lendingu TF-ICO á flugvellinum í Lleida norðvestan Barcelona í kvöld.Upphaflega stóð til að ferja MAX-flota Icelandair til Toulous í Frakklandi en niðurstaðan er að vélarnar fari til Spánar. -Hversvegna þessi breyting? „Það er bara út af leyfismálum og öðru slíku. Það eru kannski ekkert allir sem vilja fá vélarnar inn til sín og Frakkarnir eru þar á meðal. Kannski er það bara út af Airbus, - ég veit það ekki,“ svarar Þórarinn, sem jafnframt er flotastjóri MAX-véla Icelandair. Þotan er komin á fulla ferð og brátt verðum við vitni að fyrsta flugtaki MAX-vélar Icelandair í sjö mánuði. Þetta er þó aðeins ferjuflug, háð ströngum skilyrðum, með flugmennina eina um borð, í því skyni að forða þeim í skjól frá íslenskum vetri en Icelandair gerir enn ráð fyrir að þær verði komnar í farþegaflug í janúar. Flugið til Spánar, með millilendingu í Shannon á Írlandi, gekk að óskum, og lenti seinni vélin, Búlandstindur, á flugvellinum við borgina Lleida í Katalóníu klukkan 19.15 í kvöld að íslenskum tíma. Fyrri vélin, Mývatn, lenti um tveimur tímum fyrr. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, kvaðst hafa fengið þau skilaboð frá Þórarni flugstjóra að flugið hefði gengið mjög vel. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34 Fyrsta Boeing Max-vélin flogin til Spánar Áætlað er að ferjuflug Boeing 737 MAX-vélar Icelandair hefjist núna klukkan níu. Fyrsta vélin tekur þá á loft frá Keflavíkurflugvelli og verður henni flogið til Spánar. 11. október 2019 08:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34
Fyrsta Boeing Max-vélin flogin til Spánar Áætlað er að ferjuflug Boeing 737 MAX-vélar Icelandair hefjist núna klukkan níu. Fyrsta vélin tekur þá á loft frá Keflavíkurflugvelli og verður henni flogið til Spánar. 11. október 2019 08:00