James Cameron óskar Marvel til hamingju með að hafa slegið met sitt Birgir Olgeirsson skrifar 22. júlí 2019 15:19 Robert Downey jr. og Chris Evans í Avengers: Endgame. Leikstjórinn James Cameron hefur óskað kvikmyndaverinu Marvel til hamingju með að eiga í dag tekjuhæstu kvikmynd allra tíma. Um er að ræða myndina Avengers: Endgame sem kom út fyrr í ár og hefur slegið met sem Avatar, mynd James Cameron, átti áður. Avengers: Endgame náði þessum áfanga um liðna helgi þegar ljóst var að myndin hafði þénað 2,79 milljarða dollara á heimsvísu en Avatar þénaði 2,78 milljarða á heimsvísu fyrir um áratug. Fyrr á árinu hafði Cameron óskað Marvel til hamingju með að Endgame hafði komist yfir kvikmynd hans Titanic í tekjum. Avengers: Endgame hefur slegið fjölda meta, þar á meðal fyrir stærstu opnunarhelgi allra tíma en myndin þénaði 1,2 milljarða dollara á heimsvísu fyrstu helgina sína. James Cameron er hvergi nærri hættur að framleiða myndir en hann er með í bígerð fjórar Avatar myndir en sú fyrsta verður frumsýnd í desember árið 2021.James Cameron.Vísir/Getty Disney Hollywood Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikstjórinn James Cameron hefur óskað kvikmyndaverinu Marvel til hamingju með að eiga í dag tekjuhæstu kvikmynd allra tíma. Um er að ræða myndina Avengers: Endgame sem kom út fyrr í ár og hefur slegið met sem Avatar, mynd James Cameron, átti áður. Avengers: Endgame náði þessum áfanga um liðna helgi þegar ljóst var að myndin hafði þénað 2,79 milljarða dollara á heimsvísu en Avatar þénaði 2,78 milljarða á heimsvísu fyrir um áratug. Fyrr á árinu hafði Cameron óskað Marvel til hamingju með að Endgame hafði komist yfir kvikmynd hans Titanic í tekjum. Avengers: Endgame hefur slegið fjölda meta, þar á meðal fyrir stærstu opnunarhelgi allra tíma en myndin þénaði 1,2 milljarða dollara á heimsvísu fyrstu helgina sína. James Cameron er hvergi nærri hættur að framleiða myndir en hann er með í bígerð fjórar Avatar myndir en sú fyrsta verður frumsýnd í desember árið 2021.James Cameron.Vísir/Getty
Disney Hollywood Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira