Gestir í gylltu búri orðnir steiktir í hausnum Stefán Árni Pálsson skrifar 12. maí 2019 12:00 Karen og Andri standa í ströngu úti í Tel Aviv með íslenska hópnum. Þau sjá um búningana. Hatari stígur stígur á sviðið í fyrri undanriðlinum í Eurovision á mánudag og þriðjudag og er því stemningin í Tel Aviv orðin mikil í íslenska hópnum. Íslenskir fjölmiðlamenn og Hatara-hópurinn dvelur á Dan Panoram hótelinu við ströndina í Tel Aviv og eru flestir mættir á svæðið en í gærkvöldi fór fram hið árlega norræna partý á staðnum Hanger 11 í borginni. Þar komu fram allir listamenn Norðurlandanna og stóðu Hatarar sig mjög vel en aðstæður á staðnum voru ekki upp á marga fiska en enginn tónlistarmaður fékk að fara í hljóðprufu (soundtékk) fyrir flutninginn. Karen Briem og Andri Hrafn Unnarsson sjá um búninga Hatara en Karen Briem hefur unnið með sveitinni í nokkur ár. Þau eru gestir dagsins í Júrógarðinum. „Þessi reynsla hefur verið nokkuð átakmikil en líka bara lærdómsrík og okkur finnst rosalega mikilvægt að vera hérna og gera það sem við erum að gera,“ segir Karen Briem í þættinum sem var tekinn upp í norræna partýinu. Andri segir að keppnin hafi verið vel skipulögð og allt sé samkvæmt áætlun.„Það eru allaf einhverjar óvissur í þessu ferli en við reynum bara að eiga við þær eftir bestu getu,“ segir Andri. „Við tókum út allnokkrar ferðatöskur með okkur til að vera við öllu viðbúin og samkvæmt Svikamylluplaninu erum við við öllu viðbúin,“ segir Karen. „Ég hef ekki reiknað það út hvað þetta eru mörg kíló af búningum en ég tel að þetta séu fleiri búningar en gengur og gerist í Eurovision-keppni. Ætli þetta sé ekki um 10-12 töskur undir fatnað.“ „Við erum gestir í gylltu búri og þegar maður er staddur í umhverfi sem er svona afmarkað og lokað, þá auðvitað verður maður pínu steiktur í hausnum.“Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Júrógarðurinn er í boði Domino´s. Júrógarðurinn Mest lesið Hulk Hogan er látinn Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Hin fullkomna vatnsdeigsbolla - Uppskrift Matur Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Rene Kirby er látinn Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Hatari stígur stígur á sviðið í fyrri undanriðlinum í Eurovision á mánudag og þriðjudag og er því stemningin í Tel Aviv orðin mikil í íslenska hópnum. Íslenskir fjölmiðlamenn og Hatara-hópurinn dvelur á Dan Panoram hótelinu við ströndina í Tel Aviv og eru flestir mættir á svæðið en í gærkvöldi fór fram hið árlega norræna partý á staðnum Hanger 11 í borginni. Þar komu fram allir listamenn Norðurlandanna og stóðu Hatarar sig mjög vel en aðstæður á staðnum voru ekki upp á marga fiska en enginn tónlistarmaður fékk að fara í hljóðprufu (soundtékk) fyrir flutninginn. Karen Briem og Andri Hrafn Unnarsson sjá um búninga Hatara en Karen Briem hefur unnið með sveitinni í nokkur ár. Þau eru gestir dagsins í Júrógarðinum. „Þessi reynsla hefur verið nokkuð átakmikil en líka bara lærdómsrík og okkur finnst rosalega mikilvægt að vera hérna og gera það sem við erum að gera,“ segir Karen Briem í þættinum sem var tekinn upp í norræna partýinu. Andri segir að keppnin hafi verið vel skipulögð og allt sé samkvæmt áætlun.„Það eru allaf einhverjar óvissur í þessu ferli en við reynum bara að eiga við þær eftir bestu getu,“ segir Andri. „Við tókum út allnokkrar ferðatöskur með okkur til að vera við öllu viðbúin og samkvæmt Svikamylluplaninu erum við við öllu viðbúin,“ segir Karen. „Ég hef ekki reiknað það út hvað þetta eru mörg kíló af búningum en ég tel að þetta séu fleiri búningar en gengur og gerist í Eurovision-keppni. Ætli þetta sé ekki um 10-12 töskur undir fatnað.“ „Við erum gestir í gylltu búri og þegar maður er staddur í umhverfi sem er svona afmarkað og lokað, þá auðvitað verður maður pínu steiktur í hausnum.“Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Júrógarðurinn er í boði Domino´s.
Júrógarðurinn Mest lesið Hulk Hogan er látinn Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Hin fullkomna vatnsdeigsbolla - Uppskrift Matur Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Rene Kirby er látinn Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“