Rósa Björk: Loftslagsvandinn kallar á róttækar samfélagsbreytingar Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 12. maí 2019 13:48 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Fréttablaðið/Andri Marinó „Við á Íslandi höfum alltaf talið okkur hafa náttúrulegt forskot þegar kemur að loftslagsmálunum og umhverfismálunum, við séum hérna með hreina orku og hreint vatn, hreint loft og svo framvegis og þurfum þar af leiðandi ekki að gera eins mikið og aðrir og þetta er kannski svolítið að koma í bakið á okkur og hefur verið að gera síðustu árin,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, í Sprengisandi nú á dögunum. Rósa Björk, ásamt Tryggva Felixsyni, formanni Landverndar, Halldóri Þorgeirssyni, doktor í plöntulífeðlisfræði sem hafði yfirumsjón með samningaferlinu um Parísarsáttmálann, og Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdarstjóra SAF ræddu loftslagsmál og hvað þyrfti að gera til að sporna við þeirri alvarlegu þróun sem við stöndum nú frammi fyrir. Tryggvi sagði breytingarnar ekki snúast um að koma í veg fyrir neyslu heldur þyrfti að breyta henni og koma á hringrásarhagkerfi. „Það er draumsýn að minnka losun um 3-6% á ári en hver er hin sýnin? Hún er einfaldlega að við eyðileggjum þessi samfélög sem við höfum þekkt undanfarin hundruð og þúsundir ára,“ sagði hann. Hann bætti við að okkar verkefni væri ekki að leysa heimsvandann heldur að sanna að þetta væri hægt og svo þyrfti að senda okkar fólk út í heim til að sýna fordæmi og tala fyrir því sem hægt væri að gera annars staðar. Jóhannes sagði breytingarnar sem samfélagið þyrfti að taka vera eftir fyrirmynd ungs fólks, „breytingarnar sem við stöndum fyrir á næstu árum, þessi nýja hugsun hjá nýjum kynslóðum verður stór hluti af þeim og þær þurfa svolítið að kenna okkur nýja hluti núna og það þurfa allir að horfa á þessi málefni og taka þau til sín.“ Sprengisandur Umhverfismál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
„Við á Íslandi höfum alltaf talið okkur hafa náttúrulegt forskot þegar kemur að loftslagsmálunum og umhverfismálunum, við séum hérna með hreina orku og hreint vatn, hreint loft og svo framvegis og þurfum þar af leiðandi ekki að gera eins mikið og aðrir og þetta er kannski svolítið að koma í bakið á okkur og hefur verið að gera síðustu árin,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, í Sprengisandi nú á dögunum. Rósa Björk, ásamt Tryggva Felixsyni, formanni Landverndar, Halldóri Þorgeirssyni, doktor í plöntulífeðlisfræði sem hafði yfirumsjón með samningaferlinu um Parísarsáttmálann, og Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdarstjóra SAF ræddu loftslagsmál og hvað þyrfti að gera til að sporna við þeirri alvarlegu þróun sem við stöndum nú frammi fyrir. Tryggvi sagði breytingarnar ekki snúast um að koma í veg fyrir neyslu heldur þyrfti að breyta henni og koma á hringrásarhagkerfi. „Það er draumsýn að minnka losun um 3-6% á ári en hver er hin sýnin? Hún er einfaldlega að við eyðileggjum þessi samfélög sem við höfum þekkt undanfarin hundruð og þúsundir ára,“ sagði hann. Hann bætti við að okkar verkefni væri ekki að leysa heimsvandann heldur að sanna að þetta væri hægt og svo þyrfti að senda okkar fólk út í heim til að sýna fordæmi og tala fyrir því sem hægt væri að gera annars staðar. Jóhannes sagði breytingarnar sem samfélagið þyrfti að taka vera eftir fyrirmynd ungs fólks, „breytingarnar sem við stöndum fyrir á næstu árum, þessi nýja hugsun hjá nýjum kynslóðum verður stór hluti af þeim og þær þurfa svolítið að kenna okkur nýja hluti núna og það þurfa allir að horfa á þessi málefni og taka þau til sín.“
Sprengisandur Umhverfismál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum