Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. september 2019 12:00 Drífa Snædal forseti ASÍ segir Eflingu virða kjarasamning í starfsmannadeilu. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. „Það er ágætt að hafa það í huga að eins og við lítum á málið teljum við ekki um kjarasamningsbrot að ræða gagnvart starfsfólki Eflingar en Así hefur ekki heimild til að fara inní mál nema báðir aðilar óski eftir því að sáttum verði miðlað,“ segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins. Lára V. júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður og Viðar Þorsteinsson hafa komið fram fyrir hönd deiluaðila í starfsmannamálinu gegn EflinguFramkvæmdastjóri Eflingar segist ekki hafa heimild til að semja Lára V. Júlíusdóttir lögmaður tveggja fyrrverandi starfsmanna Eflingar sem telja að félagið hafi ekki virt réttindi þeirra við uppsögn og fjármálastjóra og bókara sem hafa verið í veikindaleyfi frá félaginu í ár var í viðtali í þættinum Í bítið í morgun. Þar ræddi hún einkum um málefni þeirra sem hafa verið í veikindaleyfi. „Það sem þær óskuðu eftir þegar búið var að flæma þær úr skrifstofunni var að það yrði gengið frá starfslokum við þær. Þetta eru konur sem eru komnar á sjötugsaldur. Önnur þeirra var búin að vinna í 36 ár innan Eflingar og hin eitthvað aðeins skemur,“ sagði Lára. Fjármálastjórinn og bókarinn sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þær harma framgang forystu Eflingar í sínum málum. Í yfirlýsingu Kristjönu Valgeirsdóttur fjármálastjóra kemur m.a. fram að það hafi verið hennar athugasemdir og bókara félagsins vegna ósamþykktra fjárútláta til vildarvina hans og formanns félagsins sem leiddu til þess að þeim var gert ókleift að starfa innan félagsins og þær hafi hrökklast í veikindaleyfi. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar sagði um málið almennt á Facebook eftir fréttaflutning á laugardag að: „Félagsmenn verkalýðsfélaga þurfa að geta treyst því að stjórnendur fari með fé þeirra á ábyrgan og gagnsæjan hátt. Ég samþykki ekki að stjórnendur kvitti upp á greiðslur og sporslur hver handa öðrum eftir hentisemi, langt umfram viðurkenndar heimildir, samninga og réttindi. Þetta er mín afstaða og hún mun ekki breytast á meðan ég gegni starfi, sama þótt ég þurfi að sitja undir ásökunum og fjölmiðlafári í ár í viðbót." Lára V. Júlíusdóttir sagði í morgun í Bítinu að fjármálastjórinn og bókarinn ættu þrú til fjögur ár í eftirlaun og afar ósennilegt væri að þær fengju aðra vinnu. „Þeirra staða er að þær eru að horfa uppá verulegt fjárhagslegt tjón. Það hefur engin vilji verið hjá Eflingu um sættir á því ári sem liðið er frá því þær fóru í veikindafrí. Í stað þess að lögmaður stéttafélagsins sem hefur yfirleitt komið að starfsmannamálum innan félagsins. Var fengin lögfræðisstofa út í bæ sem svaraði þannig að það hefur ekki verið hægt að ræða neinar sættir, “ sagði Lára. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar staðfesti í samtali við fréttastofu að lögfræðistofan LMB Mandat hefði verið fengin til að vinna málin með félaginu. Þá fari hann að óskum stjórnar félagsins um að fara ekki að kröfum kvennanna en þær óski eftir að fá laun í þrjú til fjögur ár eða til eftirlaunaaldurs. Kjaramál Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. „Það er ágætt að hafa það í huga að eins og við lítum á málið teljum við ekki um kjarasamningsbrot að ræða gagnvart starfsfólki Eflingar en Así hefur ekki heimild til að fara inní mál nema báðir aðilar óski eftir því að sáttum verði miðlað,“ segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins. Lára V. júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður og Viðar Þorsteinsson hafa komið fram fyrir hönd deiluaðila í starfsmannamálinu gegn EflinguFramkvæmdastjóri Eflingar segist ekki hafa heimild til að semja Lára V. Júlíusdóttir lögmaður tveggja fyrrverandi starfsmanna Eflingar sem telja að félagið hafi ekki virt réttindi þeirra við uppsögn og fjármálastjóra og bókara sem hafa verið í veikindaleyfi frá félaginu í ár var í viðtali í þættinum Í bítið í morgun. Þar ræddi hún einkum um málefni þeirra sem hafa verið í veikindaleyfi. „Það sem þær óskuðu eftir þegar búið var að flæma þær úr skrifstofunni var að það yrði gengið frá starfslokum við þær. Þetta eru konur sem eru komnar á sjötugsaldur. Önnur þeirra var búin að vinna í 36 ár innan Eflingar og hin eitthvað aðeins skemur,“ sagði Lára. Fjármálastjórinn og bókarinn sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þær harma framgang forystu Eflingar í sínum málum. Í yfirlýsingu Kristjönu Valgeirsdóttur fjármálastjóra kemur m.a. fram að það hafi verið hennar athugasemdir og bókara félagsins vegna ósamþykktra fjárútláta til vildarvina hans og formanns félagsins sem leiddu til þess að þeim var gert ókleift að starfa innan félagsins og þær hafi hrökklast í veikindaleyfi. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar sagði um málið almennt á Facebook eftir fréttaflutning á laugardag að: „Félagsmenn verkalýðsfélaga þurfa að geta treyst því að stjórnendur fari með fé þeirra á ábyrgan og gagnsæjan hátt. Ég samþykki ekki að stjórnendur kvitti upp á greiðslur og sporslur hver handa öðrum eftir hentisemi, langt umfram viðurkenndar heimildir, samninga og réttindi. Þetta er mín afstaða og hún mun ekki breytast á meðan ég gegni starfi, sama þótt ég þurfi að sitja undir ásökunum og fjölmiðlafári í ár í viðbót." Lára V. Júlíusdóttir sagði í morgun í Bítinu að fjármálastjórinn og bókarinn ættu þrú til fjögur ár í eftirlaun og afar ósennilegt væri að þær fengju aðra vinnu. „Þeirra staða er að þær eru að horfa uppá verulegt fjárhagslegt tjón. Það hefur engin vilji verið hjá Eflingu um sættir á því ári sem liðið er frá því þær fóru í veikindafrí. Í stað þess að lögmaður stéttafélagsins sem hefur yfirleitt komið að starfsmannamálum innan félagsins. Var fengin lögfræðisstofa út í bæ sem svaraði þannig að það hefur ekki verið hægt að ræða neinar sættir, “ sagði Lára. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar staðfesti í samtali við fréttastofu að lögfræðistofan LMB Mandat hefði verið fengin til að vinna málin með félaginu. Þá fari hann að óskum stjórnar félagsins um að fara ekki að kröfum kvennanna en þær óski eftir að fá laun í þrjú til fjögur ár eða til eftirlaunaaldurs.
Kjaramál Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira