Kvennahlaup í þrjátíu ár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2019 07:45 Hrönn segir kvennahlaupið ómissandi viðburð. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Konur á öllum aldri hlaupa, skokka eða ganga í dag víðsvegar um land í hinu árlega kvennahlaupi ÍSÍ og sameina með því tvo mikilvæga þætti, hreyfingu og samveru. Hlaupið fer nú fram í þrítugasta skipti og Hrönn Guðmundsdóttir heldur í alla spotta sem sviðsstjóri almenningsíþrótta hjá Íþróttasambandi Íslands. „Við erum komin í yfir áttatíu staði sem hlaupið verður á, bæði innan lands og utan. Þetta er orðinn ómissandi viðburður víða um allt land,“ segir hún stolt og rifjar upp að þegar ævintýrið hófst hafi það virst átak að koma konum út að hlaupa. „Þá áttu karlarnir kannski sína tíma í bumbubolta en konurnar voru ekki mikið að hópa sig nema í saumaklúbbum. Öðruvísi en núna þegar konur eru með öfluga hlaupahópa, gönguhópa, hjólahópa og blak.“ Svo rifjar hún upp hvernig allt byrjaði. „Fyrsta hlaupið var í kringum íþróttahátíð ÍSÍ í Garðabæ 1990. Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari kom því á koppinn, hún hafði kynnst svona hlaupum í Finnlandi. Enginn vissi hvort búast ætti við tugum eða hundruðum en 2.000 manns tóku þátt í fyrsta hlaupinu. Þar með var búið að blása byr í segl, ekki varð aftur snúið og þátttakendum fjölgaði með hverju árinu,“ segir hún og bætir við að algengt sé að margir ættliðir, vinkonur eða systur hlaupi saman. Kvennahlaupið er ekki séríslenskt fyrirbæri en Hrönn segir það þó framkvæmt með öðrum hætti hér en annars staðar. „Víða erlendis fer það fram í mörgum borgum á mismunandi tímum þannig að sama konan getur tekið þátt víða. Sérstaða Íslands er sú að hlaupið er á sama degi um allt land og það er líka einstakt fyrir íslenskan íþróttaviðburð.“ Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Tímamót Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Konur á öllum aldri hlaupa, skokka eða ganga í dag víðsvegar um land í hinu árlega kvennahlaupi ÍSÍ og sameina með því tvo mikilvæga þætti, hreyfingu og samveru. Hlaupið fer nú fram í þrítugasta skipti og Hrönn Guðmundsdóttir heldur í alla spotta sem sviðsstjóri almenningsíþrótta hjá Íþróttasambandi Íslands. „Við erum komin í yfir áttatíu staði sem hlaupið verður á, bæði innan lands og utan. Þetta er orðinn ómissandi viðburður víða um allt land,“ segir hún stolt og rifjar upp að þegar ævintýrið hófst hafi það virst átak að koma konum út að hlaupa. „Þá áttu karlarnir kannski sína tíma í bumbubolta en konurnar voru ekki mikið að hópa sig nema í saumaklúbbum. Öðruvísi en núna þegar konur eru með öfluga hlaupahópa, gönguhópa, hjólahópa og blak.“ Svo rifjar hún upp hvernig allt byrjaði. „Fyrsta hlaupið var í kringum íþróttahátíð ÍSÍ í Garðabæ 1990. Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari kom því á koppinn, hún hafði kynnst svona hlaupum í Finnlandi. Enginn vissi hvort búast ætti við tugum eða hundruðum en 2.000 manns tóku þátt í fyrsta hlaupinu. Þar með var búið að blása byr í segl, ekki varð aftur snúið og þátttakendum fjölgaði með hverju árinu,“ segir hún og bætir við að algengt sé að margir ættliðir, vinkonur eða systur hlaupi saman. Kvennahlaupið er ekki séríslenskt fyrirbæri en Hrönn segir það þó framkvæmt með öðrum hætti hér en annars staðar. „Víða erlendis fer það fram í mörgum borgum á mismunandi tímum þannig að sama konan getur tekið þátt víða. Sérstaða Íslands er sú að hlaupið er á sama degi um allt land og það er líka einstakt fyrir íslenskan íþróttaviðburð.“
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Tímamót Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira