Tónlist

Sýna hvernig við gúggluðum tónlistarfólk síðasta áratuginn

Samúel Karl Ólason skrifar

Leitarvél Google er notuð um allan heim og fangar tölfræði fyrirtækisins áhuga heimsbúa á tilteknum málum. Starfsmenn Google hafa nú tekið saman áhuga fólks á tónlistarfólki undanfarin áratug og sett fram á myndrænan hátt.

Niðurstöðurnar byggja á tíðni þess hve oft umrætt tónlistarfólk er „gúgglað“ og hefur það verið sett hér í tímaröð þar sem fylgjast má með hvernig áhuginn breyttist yfir árinn.

Justin Bieber byrjaði áratuginn til dæmis á því að vera mikið á milli tannanna á fólki og hélt hann fyrsta sætinu í nokkur ár. Fólk hefur sömuleiðis haft mikinn áhuga á Beyoncé, Adele, Eminem, Nicki Minaj og mörgum öðrum.

Þetta árið er nokkuð sérstakt þar sem söngvarinn R. Kelly var mikið á milli tannanna á fólki í byrjun þess. Það var líklegast vegna ásakan gegn honum um kynferðisofbeldi. Seinni hluta ársins hefur söngkonan unga, Billie Eilish þó setið fast í efsta sæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.