Tónlist

Sjáðu Auð taka lagið í Kryddsíldinni

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sungið af innlifun.
Sungið af innlifun. Stöð 2

Tónlistarmaðurinn Auður flutti lagið Þreyttur í Kryddsíld Stöðvar 2 fyrr í dag. Honum til halds og trausts var píanóleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem lék undir af sinni alkunnu snilld.

Það má með sanni segja að Auður sé á meðal þeirra tónlistarmanna sem settu hvað mestan svip á íslenskt tónlistarlíf þetta árið, en hann átti ófáa slagarana sem glumdu jafnt í útvarpstækjum landsmanna sem og á skemmtistöðum víða um land.

Segja má að Auður, sem réttu nafni heitir Auðunn Lúthersson, hafi skotist upp á stjörnuhimininn með plötu sinni AFSAKANIR, sem kom út árið 2018. Hann hefur þó verið viðloðandi íslensku hip-hop senuna mun lengur en það, og meðal annars framleitt tónlist fyrir mörg þekktustu nöfnin í bransanum, auk þess sem hann hefur gefið út meiri tónlist sjálfur.

Það verður varla mælt á móti því að 2019 hafi verið ár Auðs og því eflaust margir sem vilja sjá þennan flutning á lagi hans, Þreyttur, en hann má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.