Enski boltinn

Búist við því að Arsenal kynni Mikel Arteta sem nýjan stjóra í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikel Arteta.
Mikel Arteta. Getty/Marc Atkins

Leit Arsenal að nýjum knattspyrnustjóra félagsins er á enda og félagið hefur fundið sinn framtíðarmann í fyrrum leikmanni félagsins ef marka má fréttir enskra fjölmiðla.

Það er búist við því að Mikel Arteta verði kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Arsenal í dag.

Mikel Arteta kvaddi samstarfsmenn sína hjá Manchester City á fimmtudagsmorguninn en hann hefur verið aðstoðarmaður Pep Guardiola undanfarin ár.



Það hafa borist fréttir af óánægju Manchester City með að Arsenal hafi verið í viðræðum við Mikel Arteta á bak við tjöldin en það mun þó ekki koma í veg fyrir að Spánverjinn fari á Emirates.

Arsenal mun borga Manchester City meira en eina milljón punda, sumir fjölmiðlar segja tvær milljónir punda, fyrir að fá Mikel Arteta frá ensku meisturunum. Ein milljón punda eru meira en 160 milljónir íslenskra króna og upphæðin gæti því farið upp í 320 milljónir króna ef marka má suma miðla.

Blaðamannafundi Freddie Ljungberg  fyrir leikinn á móti Everton átti að fara fram í gær en var frestað. Það er samt búist við því að Ljungberg stýri Arsenal liðin á Goodison Park en að Mikel Arteta fylgist með úr stúkunni.

Arsenal ræddi ekkert við Manchester City um Mikel Arteta að fyrra bragði og það þótt að liðin hafi mæst í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Vinai Venkatesham, stjórnarformaður Arsenal, var síðan myndaður fyrir utan heimili Spánverjans aðeins nokkrum klukkutímum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×