Arnaldur: „Ég lít ekki á þetta sem íþróttakeppni“ Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2019 16:37 Arnaldur: Það fer mikil vinna í að setja saman skáldverk, hún tekur yfir heilt ár og ég á ekki endilega auðvelt með það. Það hefur ekkert breyst með árunum. Getty/ulf andersen „Já, það kemur mér alltaf jafn ánægjulega á óvart að sjá hvað ég á traustan lesendahóp og auðvitað er ég mikið þakklátur fyrir hann,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur í samtali við Vísi. Nú þegar þetta er skrifað er bóksalan að ná hámarki. Bóksölumenning Íslendinga hefur vakið athygli langt út fyrir landsteina en fyrir jól seljast fleiri bækur en annars yfir allt árið. Bókin er langvinsælasta jólagjöfin og hefur haldið sínu sem slík í gegnum árin. Eru þess fá dæmi á heimsvísu. Og sá sem heldur betur hefur haldið sínu í því sambandi og lagt sitt af mörkum er einmitt glæpasagnahöfundurinn Arnaldur. Samkvæmt nýjum lista sem Vísir birti nú fyrir stundu trónir hann sem fyrr á toppnum með vinsælustu bókina. Eins og verið hefur undanfarin árin. Þau fara að nálgast annan tuginn en bækur hans hafa verið að seljast í um 20 þúsund eintökum hér á landi. Bækur hans hafa selst í 20 milljónum eintaka á heimsvísu. Mikil vinna bak við hverja bók Í bóksölufári spyr blaðamaður Vísis Arnald hvort einhvern tíma hafi farið um hann; að hann væri hugsanlega að tapa toppsætinu? „Ég lít ekki á þetta sem íþróttakeppni um toppsæti. Um hver jól kemur út ótrúlegur fjöldi af góðum bókum eftir frábæra rithöfunda og það eru forréttindi að fá að taka þátt í þeirri sköpun allri,“ segir Arnaldur. Spurður hvort það veitist honum auðveldara eða erfiðara að setja saman bók eftir því sem þeim fjölgar segir hann að það taki alltaf sinn tíma, sinn toll. „Ég glími alltaf við þennan ótta að klára ekki bók sem ég hef byrjað á en það hefur ekki gerst enn. Það fer mikil vinna í að setja saman skáldverk og hún tekur yfir heilt ár og ég á ekki endilega auðvelt með það. Það hefur ekkert breyst með árunum.“ Kominn á skrið með næstu bók Arnaldur segist vona að bækur hans hafi í gegnum tíðina tekið einhverjum breytingum. „Allir rithöfundar þurfa að þroskast og eru í rauninn alltaf að læra. Í mínu tilfelli er ég að vona að ég hafi einfaldað skáldskapinn með árunum, fækkað orðunum eða notað þau betur sem ég brúka.“ Það er svo gaman að geta sagt fjölmörgum aðdáendum Arnaldar af því að hann er hvergi nærri af baki dottinn, hann er ekki á þeim buxunum að leggja frá sér pennann. „Ég er kominn vel á skrið með næstu bók og ég veit að það verður eitthvað framhald á sögunni um Konráð. Ég hef ekki séð fyrir endann á henni.“ Bókmenntir Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Já, það kemur mér alltaf jafn ánægjulega á óvart að sjá hvað ég á traustan lesendahóp og auðvitað er ég mikið þakklátur fyrir hann,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur í samtali við Vísi. Nú þegar þetta er skrifað er bóksalan að ná hámarki. Bóksölumenning Íslendinga hefur vakið athygli langt út fyrir landsteina en fyrir jól seljast fleiri bækur en annars yfir allt árið. Bókin er langvinsælasta jólagjöfin og hefur haldið sínu sem slík í gegnum árin. Eru þess fá dæmi á heimsvísu. Og sá sem heldur betur hefur haldið sínu í því sambandi og lagt sitt af mörkum er einmitt glæpasagnahöfundurinn Arnaldur. Samkvæmt nýjum lista sem Vísir birti nú fyrir stundu trónir hann sem fyrr á toppnum með vinsælustu bókina. Eins og verið hefur undanfarin árin. Þau fara að nálgast annan tuginn en bækur hans hafa verið að seljast í um 20 þúsund eintökum hér á landi. Bækur hans hafa selst í 20 milljónum eintaka á heimsvísu. Mikil vinna bak við hverja bók Í bóksölufári spyr blaðamaður Vísis Arnald hvort einhvern tíma hafi farið um hann; að hann væri hugsanlega að tapa toppsætinu? „Ég lít ekki á þetta sem íþróttakeppni um toppsæti. Um hver jól kemur út ótrúlegur fjöldi af góðum bókum eftir frábæra rithöfunda og það eru forréttindi að fá að taka þátt í þeirri sköpun allri,“ segir Arnaldur. Spurður hvort það veitist honum auðveldara eða erfiðara að setja saman bók eftir því sem þeim fjölgar segir hann að það taki alltaf sinn tíma, sinn toll. „Ég glími alltaf við þennan ótta að klára ekki bók sem ég hef byrjað á en það hefur ekki gerst enn. Það fer mikil vinna í að setja saman skáldverk og hún tekur yfir heilt ár og ég á ekki endilega auðvelt með það. Það hefur ekkert breyst með árunum.“ Kominn á skrið með næstu bók Arnaldur segist vona að bækur hans hafi í gegnum tíðina tekið einhverjum breytingum. „Allir rithöfundar þurfa að þroskast og eru í rauninn alltaf að læra. Í mínu tilfelli er ég að vona að ég hafi einfaldað skáldskapinn með árunum, fækkað orðunum eða notað þau betur sem ég brúka.“ Það er svo gaman að geta sagt fjölmörgum aðdáendum Arnaldar af því að hann er hvergi nærri af baki dottinn, hann er ekki á þeim buxunum að leggja frá sér pennann. „Ég er kominn vel á skrið með næstu bók og ég veit að það verður eitthvað framhald á sögunni um Konráð. Ég hef ekki séð fyrir endann á henni.“
Bókmenntir Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira