Tónlist

Ed Sheeran farinn í frí

Ed Sheeran á tónleikum í Laugardal.
Ed Sheeran á tónleikum í Laugardal. Vísir/Vilhelm

Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran tilkynnti aðdáendum sínum í dag að hann hyggist taka sér pásu frá tónlistinni að nýju. Sheeran hefur nýlokið Divide-tónleikaferðalagi sínu en á ferðalaginu spilaði hann meðal annars í tvígang á Laugardalsvelli 10. og 11. ágúst.

Í færslu á Instagram-síðu sinni segir söngvarinn breski að nú sé kominn tími til að slaka á, ferðast, skrifa og lesa.

Sheeran þakkar aðdáendum sínum fyrir að vera til og lofar að hann muni eiga endurkvæmt í tónlistarbransann.

Sheeran hefur áður dregið sig í hlé frá tónlistinni það gerði hann árið 2016 áður en að Divide platan kom út.

View this post on Instagram

Brb x

A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) on

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.