Sport

Ellefu ára hjólabrettastelpa ætlar að verða yngsti keppandi Bretlands á Ólympíuleikum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sky Brown ætlar sér að komast á Ólympíuleikana 2020.
Sky Brown ætlar sér að komast á Ólympíuleikana 2020. vísir/getty

Sky Brown stefnir á að verða yngsti keppandi Bretlands á Ólympíuleikum frá upphafi.

Brown, sem er ellefu ára, er svo gott sem örugg með þátttökurétt í keppni á hjólabretti á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári. Það er ein fimm nýrra íþróttagreina sem keppt verður í á ÓL 2020.

Brown vinnur núna að því að fullkomna svokallaða bakhliðs 540 hreyfingu. Hún segist þó ekki æfa allan liðlangan daginn.

„Þetta tekur ekki mikinn tíma frá mér,“ sagði Brown í samtali við BBC. Hún er ekki með þjálfara en æfir með pabba sínum sem er Breti. Móðir hennar er japönsk en Brown fæddist í Miyazaki í Japan 2008.

Brown er mjög fjölhæf en hún fer einnig reglulega á brimbretti og þykir fær dansari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.