Katrín Tanja hætt keppni og Sara fimmta eftir fyrsta daginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 15:58 Sara Sigmundsdóttir í sundinu í dag. Mynd/Instagram/dxbfitnesschamp Fyrsti dagurinn á Dubai CrossFit Championship gekk ekki allt of vel hjá íslenska fólkinu og íslensku keppendunum hefur þegar fækkað um einn. Þrjár greinar fóru fram í dag og voru því 300 stig í boði en keppt er í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sara Sigmundsdóttir er efst íslensku keppendanna eftir þrjár greinar en hún er í fimmta sæti með 232 stig af 300 mögulegum. Katrín Tanja Davíðsdóttir gat ekki tekið þátt í fyrstu grein dagsins vegna bakmeiðsla og ákvað síðan að draga sig úr keppni. Björgvin Karl Guðmundsson er í níunda sæti hjá körlunum með 210 stig af 300 mögulegum. Oddrún Eik Gylfadóttir er í 20. sæti hjá stelpunum með 171 stig. Sara endaði í 3. sæti í fyrstu grein en varð síðan sjötta í annarri grein og tíunda í þeirri þriðju. Sara er nú 53 stigum á eftir Samönthu Briggs sem er efst með 285 stig en hin kandaíska Emily Rolfe er önnur með 250 stig. Briggs vann grein tvö og varð síðan önnur í grein þrjú. Þessi miklu reynslubolti er því komin með gott forskot. Hin sænska Emma Tall vann fyrstu greinina, Samantha Briggs vann eins og áður sagði grein tvö en þriðji greinina vann síðan Daninn Julue Hougard. Björgvin Karl var þriðji í fyrstu grein en svo aðeins í 18. sæti í grein tvö. Hann varð síðan níundi í þriðju og síðustu grein dagsins. Björgvin Karl er 70 stigum á eftir efsta manni sem er Rússinn Roman Khrennikov. Khrennikov er tuttugu stigum á undan Brent Fikowski sem er annar. Roman Khrennikov er búinn að vera á topp þremur í öllum þremur greinum dagsins þar af í öðru sæti í greinum tvö og þrjú. Finninn Jonne Koski vann grein eitt, Bretinn Elliott Simmonds vann grein tvö og heimamaðurinn Bader Al Noori vann síðan þriðju greinina. CrossFit Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Fyrsti dagurinn á Dubai CrossFit Championship gekk ekki allt of vel hjá íslenska fólkinu og íslensku keppendunum hefur þegar fækkað um einn. Þrjár greinar fóru fram í dag og voru því 300 stig í boði en keppt er í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sara Sigmundsdóttir er efst íslensku keppendanna eftir þrjár greinar en hún er í fimmta sæti með 232 stig af 300 mögulegum. Katrín Tanja Davíðsdóttir gat ekki tekið þátt í fyrstu grein dagsins vegna bakmeiðsla og ákvað síðan að draga sig úr keppni. Björgvin Karl Guðmundsson er í níunda sæti hjá körlunum með 210 stig af 300 mögulegum. Oddrún Eik Gylfadóttir er í 20. sæti hjá stelpunum með 171 stig. Sara endaði í 3. sæti í fyrstu grein en varð síðan sjötta í annarri grein og tíunda í þeirri þriðju. Sara er nú 53 stigum á eftir Samönthu Briggs sem er efst með 285 stig en hin kandaíska Emily Rolfe er önnur með 250 stig. Briggs vann grein tvö og varð síðan önnur í grein þrjú. Þessi miklu reynslubolti er því komin með gott forskot. Hin sænska Emma Tall vann fyrstu greinina, Samantha Briggs vann eins og áður sagði grein tvö en þriðji greinina vann síðan Daninn Julue Hougard. Björgvin Karl var þriðji í fyrstu grein en svo aðeins í 18. sæti í grein tvö. Hann varð síðan níundi í þriðju og síðustu grein dagsins. Björgvin Karl er 70 stigum á eftir efsta manni sem er Rússinn Roman Khrennikov. Khrennikov er tuttugu stigum á undan Brent Fikowski sem er annar. Roman Khrennikov er búinn að vera á topp þremur í öllum þremur greinum dagsins þar af í öðru sæti í greinum tvö og þrjú. Finninn Jonne Koski vann grein eitt, Bretinn Elliott Simmonds vann grein tvö og heimamaðurinn Bader Al Noori vann síðan þriðju greinina.
CrossFit Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira