Sport

Björgvin Karl upp í fjórða sætið eftir fimmtu greinina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Karl Guðmundsson.
Björgvin Karl Guðmundsson. Mynd/Fésbókarsíða Dubai CrossFit Championship

Björgvin Karl Guðmundsson byrjaði þriðja daginn á CrossFit stórmótinu í Dúbaí með fínni frammistöðu í fimmtu grein mótsins.

Björgvin Karl Guðmundsson náði þriðja sæti í fimmtu greininni sem gaf honum 90 stig.

Björgvin Karl var í sjötta sæti fyrir greinina en náði að hækka sig upp um tvö sæti. Hann er nú kominn með 380 stig og er aðeins fjórum stigum frá þriðja sætinu.

Rússinn RomanKhrennikov er áfram með forystuna en hann hefur fengið 49 fleiri stig en Björgvin karl í fyrstu fimm greinum mótsins.

Í fimmtu greininni þurftu keppendur að klára tíu umferðir af því að að lyfta sér fimm sinnum upp í hringjum og ganga síðan tíu metra á höndum.

Björgvin Karl kláraði umferðirnar tíu á 7 mínútum og 34 sekúndum. Patrick Vellner vann greinina með því að klára á 7 mínútum og 28 sekúndum.

Þessi frábæra frammistaða Patrick Vellner skilaði honum alla leið upp í annað sætið en hann var sjöundi þegar dagurinn hófst.

Það er hægt að fylgjast með mótinu í beinni með því að smella hér.



Stigahæstu karlarnir eftir fimm greinar eru:

1. RomanKhrennikov, Rússlandi  429

2. Patrick Vellner, Kanada 387

3. BrentFikowski, Kanada 384

4. Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi 380

5. LazarDukic, Serbíu 368

5. Jason Smith, Suður Afríku 368

7. JonniKoski, Finnlandi 355

8. TolaMorakinyo, Bandaríkjunum 354




Fleiri fréttir

Sjá meira


×