Sport

„Mætti í heimsmets ástandi“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Júlían J. K. Jóhannsson
Júlían J. K. Jóhannsson stöð 2
Júlían J. K. Jóhannsson setti heimsmet í réttstöðulyftu á HM í Dúbaí á dögunum.

Hann lyfti 405,5kg og bætti sitt eigið heimsmet um hálft kíló.

„Þetta var smá mál,“ sagði Júlían við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Þetta var gaman og eitthvað sem ég er búinn að vera að stefna að lengi. Þetta var fislétt.“

Júlían varð þriðji í samanlögðu á HM, annað árið í röð. Hann hefur verið í kraftlyftingum síðan hann var 15 ára.

„Þetta hafa verið 11 ár af æfingum og vinnu.“

„Fyrir þetta mót þá vissi ég það að ef ég myndi mæta í sæmilega góðu ástandi þá myndi ég bæta þetta ástand, og ég mætti þarna í miklu betra ástandi en sæmilegu. Ég mætti í heimsmetsástandi.“

Júlían er með einfalt markmið, að ná þessum tveimur sem eru á undan honum og verða heimsmeistari.

„Það hefur verið svolítið langt í þá, þangað til síðasta laugardag. Þó það sé kannski töluvert í þá þá finn ég að ég er að nálgast þá og ég veit að ég ætla að ná þeim.“

Klippa: Júlian setti heimsmet í kraftlyftingum



Tengdar fréttir

Júlían með heims­met

Kraftlyftingarkeppandinn, Júlían J. K. Jóhannsson, vann bronsverðlaun í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum sem lauk í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×