Lífið

Hugrún Birta valin Miss Supra Model of Europe

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Hugrún Birta Egilsdóttir keppir nú í Miss Supranational sem fer fram í Póllandi.
Hugrún Birta Egilsdóttir keppir nú í Miss Supranational sem fer fram í Póllandi. Myndir/Facebook

Hugrún Birta Egilsdóttir var um helgina valin Miss Supra Model of Europe. Þessi titill er hluti af undankeppninni fyrir Miss Supranational sem Hugrún keppir í fyrir Íslands hönd. Hugrún vann titilinn Miss Supranational Iceland í keppninni Miss Universe Iceland og fór því áfram í þessa alþjóðlegu keppni. Aðalkvöld keppninnar fer svo fram í Katowice í Póllandi á föstudaginn, 6. desember.

„Leitast er eftir heilbrigðum einstakling sem kemur vel fram og getur sinnt störfum titilhafa. Störfin felast meðal annars í ýmis konar góðgerðarmálum. Ég er mjög þakklát framkvæmdastjórum keppninnar hér heima þeim Jorge og Manúelu fyrir tækifærið sem ég hlaut með titlinum. Ég sé þátttöku mína í keppni sem þessari sem þroskandi ferli, möguleika á að efla tengslanet mitt og sem dýrmæta lífsreynslu,“ sagði Hugrún Birta í samtali við Vísi daginn eftir að hún flaug til Póllands.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.