Enski boltinn

Man. Utd tap­laust gegn „stóru liðunum sex“ á leik­tíðinni og næst bíða Eng­lands­meistararnir

Solskjær er við stýrið.
Solskjær er við stýrið. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans unnu góðan sigur í gærkvöldi er liðið vann 2-1 sigur á Tottenham á heimavelli í 15. umferð enska boltans.Þetta var fyrsti leikur Jose Mourinho með Tottenham á Old Trafford en hann tók við Lundúnarliðinu fyrir hálfum mánuði. Ekki góð endurkoma á Old Trafford hjá Portúgalanum.United lyfti sér upp í 6. sæti deildarinnar með sigrinum en liðið er með 21 stig, átta stigum á eftir Chelsea, sem er í fjórða sætinu en fjórða sætið er það síðasta sem gefur Meistaradeildarsæti.Ef litið er á árangur Man. United gegn stóru liðunum á leiktíðinni er ljóst að það eru ekki þar sem liðið er að tapa mikilvægum stigum því liðið hefur nefnilega ekki tapað gegn Tottenham, Chelsea, Liverpool né Arsenal.Liðið hafði betur gegn Tottenham og Chelsea og gerði jafntefli við bæði Arsenal og topplið Liverpool. Þeir fengu því átta stig af tólf mögulegum í þeirri dagskrá.Það eru hins vegar gegn minni spámönnum sem United hefur verið að misstíga sig en liðið hefur meðal annars gert jafntefli gegn Aston Villa og Sheffield United á leiktíðinni.Um helgina bíður United risa leikur er liðið mætir grönnunum í Manchester City og það er spurning hvort að gott gengi Man. Utd gegn stóru liðunum haldi áfram þar.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.