Lífið

Svakaleg mistök í risakvikmyndum og þáttum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Úr atriði í Pulp Fiction.
Úr atriði í Pulp Fiction.

Það virðist vera alveg sama hversu miklum fjármunum er eytt í kvikmyndir eða þætti þá koma alltaf upp ákveðin mistök í kvikmyndatökuferlinu eða í eftirvinnslunni.

Frægt dæmi er til að mynda þegar Starbucks kaffibolli gleymdist á setti þegar verið var að taka upp atriði í risaþáttunum Game of Thrones.

Nú hefur YouTube-síðan Be Amazed tekið saman nokkur vel valin dæmi um viðlíka mistök sem áttu sér stað í kvikmyndum og þáttum en allt á þetta sameiginlegt að vera mjög stór verkefni þar sem mikið fé fer í framleiðsluna, en það skiptir greinilega ekki alltaf máli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.