Sport

Anton Sveinn sló enn eitt Íslandsmetið og var hársbreidd frá bronsinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anton Sveinn hefur sett fimm Íslandsmet á EM.
Anton Sveinn hefur sett fimm Íslandsmet á EM. vísir/anton
Anton Sveinn McKee endaði í 4. sæti í úrslitum í 200 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow í dag.Anton synti á 2:02,94 mínútum og bætti Íslandsmetið sem hann setti í morgun. Hann synti þá á 2:03,67 mínútum.Hann var hársbreidd frá því að vinna til bronsverðlauna. Þjóðverjinn Marco Koch, sem endaði í 3. sæti, synti á 2:02,87 mínútum.Hollendingurinn Arno Kamminga vann 200 metra bringusundið á 2:02,36 mínútum. Erik Persson frá Svíþjóð varð annar á 2:02,80 mínútum.Anton hefur sett fimm Íslandsmet og eitt Norðurlandamet á EM.Í gær sló hann Íslandsmetið í 50 metra bringusundi þrisvar og endaði í 7. sæti í úrslitunum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.