Sport

Anton Sveinn sló enn eitt Íslandsmetið og var hársbreidd frá bronsinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anton Sveinn hefur sett fimm Íslandsmet á EM.
Anton Sveinn hefur sett fimm Íslandsmet á EM. vísir/anton

Anton Sveinn McKee endaði í 4. sæti í úrslitum í 200 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow í dag.

Anton synti á 2:02,94 mínútum og bætti Íslandsmetið sem hann setti í morgun. Hann synti þá á 2:03,67 mínútum.

Hann var hársbreidd frá því að vinna til bronsverðlauna. Þjóðverjinn Marco Koch, sem endaði í 3. sæti, synti á 2:02,87 mínútum.

Hollendingurinn Arno Kamminga vann 200 metra bringusundið á 2:02,36 mínútum. Erik Persson frá Svíþjóð varð annar á 2:02,80 mínútum.

Anton hefur sett fimm Íslandsmet og eitt Norðurlandamet á EM.

Í gær sló hann Íslandsmetið í 50 metra bringusundi þrisvar og endaði í 7. sæti í úrslitunum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.