Sport

Anton Sveinn setti nýtt glæsilegt Íslandsmet og náði fjórða besta tímanum inn í úrslit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anton Sveinn Mckee.
Anton Sveinn Mckee. vísir/anton

Anton Sveinn Mckee synti sig glæsilega inn í úrslitin í 200 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow í dag og syndir því úrslitasund annað daginn í röð. Anton er búinn að setja fjögur Íslandsmet á fyrstu tveimur dögunum á Evrópumeistaramótinu.

Anton Sveinn Mckee bætti Íslandsmetið verulega í 200 metra bringusundinu en hann kom í mark á 2:03,67 mínútum en gamla metið sem hann átti sjálfur var 2:04.37 mínútur frá HM 2018.

Anton varð annar í sínum riðli og náði fjórða besta tímanum í undanrásunum. Hann er því til alls líklegur í úrslitasundinu í kvöld. Það voru Hollendingur, Svíi og Þjóðverji sem náðu þremur bestu tímunum en Anton var 1,26 sek á eftir fyrsta manni.

Anton Sveinn varð fyrstu eftir 50 metra (28,31 sek.), annar eftir 100 metra (1:00,05 mín.), þriðji eftir 150 metra (1:32,09 mín.) og náði síðan að hækka sig um eitt sæti á síðustu 50 metrunum.

Hin átján ára gamla Jóhanna Elín Guðmundsdóttir var nær undanúrslitunum í 50 metra flugsundi en reynsluboltinn Ingibjörg Kristín Jónsdóttir.

Þær voru samt báðar nokkuð frá þessu, Jóhanna Elín endaði í 27. sæti og Ingibjörg Kristín náði 28. besta tímanum í undanrásunum. Sextán efstu komust áfram í undanúrslitin.

Jóhanna Elín synti á 27,19 sekúndum og varð önnur í sínum riðli en Ingibjörg Kristín Jónsdóttir synti á 27,23 og varð síðustu í sínum riðli.




Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.