Sport

Anton Sveinn setti nýtt glæsilegt Íslandsmet og náði fjórða besta tímanum inn í úrslit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anton Sveinn Mckee.
Anton Sveinn Mckee. vísir/anton
Anton Sveinn Mckee synti sig glæsilega inn í úrslitin í 200 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow í dag og syndir því úrslitasund annað daginn í röð. Anton er búinn að setja fjögur Íslandsmet á fyrstu tveimur dögunum á Evrópumeistaramótinu.Anton Sveinn Mckee bætti Íslandsmetið verulega í 200 metra bringusundinu en hann kom í mark á 2:03,67 mínútum en gamla metið sem hann átti sjálfur var 2:04.37 mínútur frá HM 2018.Anton varð annar í sínum riðli og náði fjórða besta tímanum í undanrásunum. Hann er því til alls líklegur í úrslitasundinu í kvöld. Það voru Hollendingur, Svíi og Þjóðverji sem náðu þremur bestu tímunum en Anton var 1,26 sek á eftir fyrsta manni.Anton Sveinn varð fyrstu eftir 50 metra (28,31 sek.), annar eftir 100 metra (1:00,05 mín.), þriðji eftir 150 metra (1:32,09 mín.) og náði síðan að hækka sig um eitt sæti á síðustu 50 metrunum.Hin átján ára gamla Jóhanna Elín Guðmundsdóttir var nær undanúrslitunum í 50 metra flugsundi en reynsluboltinn Ingibjörg Kristín Jónsdóttir.Þær voru samt báðar nokkuð frá þessu, Jóhanna Elín endaði í 27. sæti og Ingibjörg Kristín náði 28. besta tímanum í undanrásunum. Sextán efstu komust áfram í undanúrslitin.Jóhanna Elín synti á 27,19 sekúndum og varð önnur í sínum riðli en Ingibjörg Kristín Jónsdóttir synti á 27,23 og varð síðustu í sínum riðli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.