Anton eftir þriggja Íslandsmeta daginn: „Aldrei verið svona tilbúinn fyrir mót áður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2019 19:08 Anton Sveinn var ánægður með dagsverkið. vísir/anton Anton Sveinn McKee gleymir þriðjudeginum 4. desember 2019 eflaust ekki í bráð. Hann gerði sér lítið fyrir og setti þrjú Íslandsmet í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow í dag. Anton setti Íslandsmet í 50 metra bringusundi 15. desember á HM í 25 metra laug í fyrra. Hann þríbætti það í dag og metið er nú 26,14 sekúndur. Ekki nóg með það heldur jafnaði Anton einnig Norðurlandametið í greininni sem er ekki sú sem hann leggur mesta áherslu á. „Ég er rosalega sáttur með þetta, sérstaklega miðað við að ég æfi nánast bara fyrir 200 metra. Þetta er geggjuð byrjun og sýnir að ég er með hraða,“ sagði Anton í samtali við Vísi skömmu eftir úrslitasundið þar sem hann endaði í 7. sæti. Rússinn Vladimir Morozov varð Evrópumeistari en hann synti á 25,51 sekúndu. „Þetta eykur sjálfstraustið fyrir morgundaginn. Það var fáránlega gaman að keppa og bæta sig í hverju sundi. Þetta er allt á réttri leið.“ Engin pressaÍ undanrásunum synti Anton á 26,43 sekúndum og í undanúrslitunum kom hann í bakkann á 26,28 sekúndum. Hann setti svo þriðja Íslandsmetið í úrslitasundinu. „Þetta er gott stökk og gefur manni sjálfstraust. Maður sér að það skilar sér að geta eingöngu einbeitt sér að sundinu og helgað sig því. Ég hef aldrei verið svona tilbúinn fyrir mót áður,“ sagði Anton. „Markmiðið var að komast undir 26 sekúndur en það verður að bíða fram á næsta ár. Ég æfi miklu meira fyrir 200 metrana. Það var engin pressa á mér og ætlaði bara að hafa gaman og njóta þess.“ Gott að vita af hraðanumÁ morgun keppir Anton í sinni sterkustu grein, 200 metra bringusundi. Á föstudaginn er svo komið að 100 metra bringusundi. „Ég æfi aðallega fyrir 200 metrana og er með mikið úthald. Ég æfi spretti ekki mikið en það er gott að vita að maður sé með svona hraða í byrjun móts. Þetta lofar góðu fyrir sundin þar sem maður tekur lengri tök og er ekki á jafn miklum spretti,“ sagði Anton að endingu. Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn setti þriðja Íslandsmetið í dag Anton Sveinn McKee varð sjöundi í úrslitasundinu í 50 metra bringusundi á EM í Glasgow. 4. desember 2019 18:30 Anton Sveinn með Íslandsmet í fyrsta sundi á EM Anton Sveinn Mckee tryggði sér sæti í undanúrslitum í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow. 4. desember 2019 10:10 Anton Sveinn setti annað Íslandsmet og komst í úrslit Anton Sveinn McKee hefur sett tvö Íslandsmet í dag. 4. desember 2019 17:12 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Fleiri fréttir Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Sjá meira
Anton Sveinn McKee gleymir þriðjudeginum 4. desember 2019 eflaust ekki í bráð. Hann gerði sér lítið fyrir og setti þrjú Íslandsmet í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow í dag. Anton setti Íslandsmet í 50 metra bringusundi 15. desember á HM í 25 metra laug í fyrra. Hann þríbætti það í dag og metið er nú 26,14 sekúndur. Ekki nóg með það heldur jafnaði Anton einnig Norðurlandametið í greininni sem er ekki sú sem hann leggur mesta áherslu á. „Ég er rosalega sáttur með þetta, sérstaklega miðað við að ég æfi nánast bara fyrir 200 metra. Þetta er geggjuð byrjun og sýnir að ég er með hraða,“ sagði Anton í samtali við Vísi skömmu eftir úrslitasundið þar sem hann endaði í 7. sæti. Rússinn Vladimir Morozov varð Evrópumeistari en hann synti á 25,51 sekúndu. „Þetta eykur sjálfstraustið fyrir morgundaginn. Það var fáránlega gaman að keppa og bæta sig í hverju sundi. Þetta er allt á réttri leið.“ Engin pressaÍ undanrásunum synti Anton á 26,43 sekúndum og í undanúrslitunum kom hann í bakkann á 26,28 sekúndum. Hann setti svo þriðja Íslandsmetið í úrslitasundinu. „Þetta er gott stökk og gefur manni sjálfstraust. Maður sér að það skilar sér að geta eingöngu einbeitt sér að sundinu og helgað sig því. Ég hef aldrei verið svona tilbúinn fyrir mót áður,“ sagði Anton. „Markmiðið var að komast undir 26 sekúndur en það verður að bíða fram á næsta ár. Ég æfi miklu meira fyrir 200 metrana. Það var engin pressa á mér og ætlaði bara að hafa gaman og njóta þess.“ Gott að vita af hraðanumÁ morgun keppir Anton í sinni sterkustu grein, 200 metra bringusundi. Á föstudaginn er svo komið að 100 metra bringusundi. „Ég æfi aðallega fyrir 200 metrana og er með mikið úthald. Ég æfi spretti ekki mikið en það er gott að vita að maður sé með svona hraða í byrjun móts. Þetta lofar góðu fyrir sundin þar sem maður tekur lengri tök og er ekki á jafn miklum spretti,“ sagði Anton að endingu.
Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn setti þriðja Íslandsmetið í dag Anton Sveinn McKee varð sjöundi í úrslitasundinu í 50 metra bringusundi á EM í Glasgow. 4. desember 2019 18:30 Anton Sveinn með Íslandsmet í fyrsta sundi á EM Anton Sveinn Mckee tryggði sér sæti í undanúrslitum í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow. 4. desember 2019 10:10 Anton Sveinn setti annað Íslandsmet og komst í úrslit Anton Sveinn McKee hefur sett tvö Íslandsmet í dag. 4. desember 2019 17:12 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Fleiri fréttir Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Sjá meira
Anton Sveinn setti þriðja Íslandsmetið í dag Anton Sveinn McKee varð sjöundi í úrslitasundinu í 50 metra bringusundi á EM í Glasgow. 4. desember 2019 18:30
Anton Sveinn með Íslandsmet í fyrsta sundi á EM Anton Sveinn Mckee tryggði sér sæti í undanúrslitum í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow. 4. desember 2019 10:10
Anton Sveinn setti annað Íslandsmet og komst í úrslit Anton Sveinn McKee hefur sett tvö Íslandsmet í dag. 4. desember 2019 17:12