Leeds á toppinn

Alioski fagnar sínu marki í dag.
Alioski fagnar sínu marki í dag. vísir/getty
Leeds er mer eins stigs forskot á toppi ensku B-deildarinnar eftir að hafa unnið 2-0 sigur á erkifjendunum í Huddersfield Town.Staðan var markalaus í hálfleik en strákarnir hans Marcelo Bielsa settu í gír í síðari hálfleik. Ezgjan Alioski skoraði fyrra markið á 50. mínútu og á 78. mínútu skoraði Pablo Hernandez.Lokatölur 2-0 og Leeds því með eins stigs forskot á toppnum. WBA er í öðru sætinu en þeir eiga þó leik til góða gegn Swansea á morgun.

Huddersfield er í 19. sæti deildarinnar.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.