Lýsir nektarsenunum í Game of Thrones sem hryllilegum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2019 10:15 Emilia Clarke fór með eitt aðalhlutverkið í þáttunum vinsælu Game of Thrones. vísir/getty Breska leikkonan Emilia Clarke sem fór með eitt af aðalhlutverkunum í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Game of Thrones segir að henni hafi liðið illa þegar verið var að taka sumar af nektarsenunum í þáttunum. Clarke fór með hlutverk drottningarinnar Daenerys Targaryen í þáttunum sem urðu alræmdir fyrir grófar kynlífssenur og ofbeldi. Clarke var 23 ára gömul þegar hún hóf að leika í þáttunum. Hún kveðst hafa verið grátandi áður en hún þurfti að leika í tilteknum nektarsenum sem hún lýsir sem hryllilegum. Fjallað er um málið á vef Guardian og vísað í viðtal við leikkonuna í hlaðvarpinu Armchair Expert með Dax Shepard. „Ég tók starfinu og svo sendu þeir mér handritin að þáttunum. Ég las þau og þá hugsaði ég með mér „Já, þarna liggur hundurinn grafinn,““ segir Clarke og vísar í nektarsenurnar.„Þarna er ég á setti algjörlega nakin með öllu þessu fólki“ „Ég var nýútskrifuð úr leiklistarskóla og ég nálgaðist þetta eins og starf: ef þetta er í handritinu þá er þetta augljóslega nauðsynlegt. Þetta er eins og það er, ég ætla að láta þetta „meika sens,“ það er það sem ég ætla að gera og allt verður í lagi.“ Clarke lýsir því svo hvernig henni hafi liðið. Hún hafi til dæmis aldrei verið á svo stóru kvikmyndasetti áður. „Ég hafði verið á setti tvisvar áður og þarna er ég á setti algjörlega nakin með öllu þessu fólki. Ég veit ekki hvað ég á að gera og ég veit ekki til hvers er ætlast af mér og ég veit ekki hvað þú vilt og ég veit ekki hvað ég vil,“ segir Clarke og bætir við að þegar fyrsta serían var tekin upp hafi hún upplifað það sem svo að hún væri ekki þess verðug að krefjast einhvers eða að þurfa einhvers.Jason Momoa og Emilia Clarke.vísir/gettyÞakkar Jason Momoa fyrir að passa upp á hana Clarke er í dag 33 ára gömul. Hún þakkar mótleikara sínum Jason Momoa fyrir að hafa passað upp á hana en í viðtalinu er hún spurð út í atriði í seríu eitt þar sem karakter Momoa, Khal Drogo, nauðgar Daenerys á brúðkaupsnótt þeirra. „Hann grét meira en ég. Það er aðeins núna sem ég átta mig á því hversu heppin ég var því þetta hefði getað farið allt, allt öðruvísi. Jason hafði reynslu, hann var reynslumikill leikari sem hafði gert alls konar áður, og sagði við mig „Elskan, svona á þetta að vera, svona á þetta ekki að vera og ég tryggi að það verði svoleiðis.“ Svo sagði hann „Getur hún fengið slopp? Hún er skjálfandi!“ Hann var svo ljúfur og hugulsamur og hugsaði um mig eins og manneskju,“ segir Clarke. Í dag segist hún mun ákveðnari varðandi það hvað henni þyki þægilegt og hversu mikla nekt þarf fyrir atriði. „Ég hef rifist um þetta og sagt „Nei, þetta lak verður uppi“ og þeir segja á móti „Þú vilt ekki valda Game of Thrones-aðdáendum þínum vonbrigðum.“ Þá segi ég þeim að fara til fjandans.“ Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Lífið Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Lífið samstarf Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Fleiri fréttir „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Sjá meira
Breska leikkonan Emilia Clarke sem fór með eitt af aðalhlutverkunum í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Game of Thrones segir að henni hafi liðið illa þegar verið var að taka sumar af nektarsenunum í þáttunum. Clarke fór með hlutverk drottningarinnar Daenerys Targaryen í þáttunum sem urðu alræmdir fyrir grófar kynlífssenur og ofbeldi. Clarke var 23 ára gömul þegar hún hóf að leika í þáttunum. Hún kveðst hafa verið grátandi áður en hún þurfti að leika í tilteknum nektarsenum sem hún lýsir sem hryllilegum. Fjallað er um málið á vef Guardian og vísað í viðtal við leikkonuna í hlaðvarpinu Armchair Expert með Dax Shepard. „Ég tók starfinu og svo sendu þeir mér handritin að þáttunum. Ég las þau og þá hugsaði ég með mér „Já, þarna liggur hundurinn grafinn,““ segir Clarke og vísar í nektarsenurnar.„Þarna er ég á setti algjörlega nakin með öllu þessu fólki“ „Ég var nýútskrifuð úr leiklistarskóla og ég nálgaðist þetta eins og starf: ef þetta er í handritinu þá er þetta augljóslega nauðsynlegt. Þetta er eins og það er, ég ætla að láta þetta „meika sens,“ það er það sem ég ætla að gera og allt verður í lagi.“ Clarke lýsir því svo hvernig henni hafi liðið. Hún hafi til dæmis aldrei verið á svo stóru kvikmyndasetti áður. „Ég hafði verið á setti tvisvar áður og þarna er ég á setti algjörlega nakin með öllu þessu fólki. Ég veit ekki hvað ég á að gera og ég veit ekki til hvers er ætlast af mér og ég veit ekki hvað þú vilt og ég veit ekki hvað ég vil,“ segir Clarke og bætir við að þegar fyrsta serían var tekin upp hafi hún upplifað það sem svo að hún væri ekki þess verðug að krefjast einhvers eða að þurfa einhvers.Jason Momoa og Emilia Clarke.vísir/gettyÞakkar Jason Momoa fyrir að passa upp á hana Clarke er í dag 33 ára gömul. Hún þakkar mótleikara sínum Jason Momoa fyrir að hafa passað upp á hana en í viðtalinu er hún spurð út í atriði í seríu eitt þar sem karakter Momoa, Khal Drogo, nauðgar Daenerys á brúðkaupsnótt þeirra. „Hann grét meira en ég. Það er aðeins núna sem ég átta mig á því hversu heppin ég var því þetta hefði getað farið allt, allt öðruvísi. Jason hafði reynslu, hann var reynslumikill leikari sem hafði gert alls konar áður, og sagði við mig „Elskan, svona á þetta að vera, svona á þetta ekki að vera og ég tryggi að það verði svoleiðis.“ Svo sagði hann „Getur hún fengið slopp? Hún er skjálfandi!“ Hann var svo ljúfur og hugulsamur og hugsaði um mig eins og manneskju,“ segir Clarke. Í dag segist hún mun ákveðnari varðandi það hvað henni þyki þægilegt og hversu mikla nekt þarf fyrir atriði. „Ég hef rifist um þetta og sagt „Nei, þetta lak verður uppi“ og þeir segja á móti „Þú vilt ekki valda Game of Thrones-aðdáendum þínum vonbrigðum.“ Þá segi ég þeim að fara til fjandans.“
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Lífið Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Lífið samstarf Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Fleiri fréttir „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Sjá meira