Enski boltinn

Enriqu­e vill ekki sjá mann eins og Robert Mor­eno í þjálfara­t­eyminu sínu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Enrique í miðjunni en Moreno er annar frá hægri.
Enrique í miðjunni en Moreno er annar frá hægri. vísir/getty
Luis Enrique er tekinn aftur við spænska landsliðinu. Robert Moreno stýrði liðinu í júní á þessu ári þangað til í nóvember er tilkynnt var um endurkomu Enrique.

Enrique lét af störfum af persónulegum ástæðum en dóttir hans var alvarlega veik. Moreno var áður aðstoðarþjálfari hjá Enrique og tók því við liðinu.

Hann kom Spáni nokkuð þægilega á Evrópumótið 2020 en daginn eftir síðasta leikinn í undankeppninni tilkynnti spænska knattspyrnusambandið að Enrique myndi snúa aftur.

„Mér líður eins og ég sé að koma aftur heim. Þetta er sérstakur dagur fyrir mig og fjölskyldu mína,“ sagði Enrique.

Moreno lýsti yfir óánægju sinni með að mæta ekki á blaðamannafund eftir síðasta leikinn í undankeppninni en þá voru sögusagnirnar byrjaðar að berast út.

„Ég er yfirleitt manneskja sem stend fyrir utan allar deilur en mér finnst ég vera neyddur til að gefa skýringu á einu því það er maður sem ég hafði unnið með í mörg ár.“

„Ég er eina ástæðan fyrir því að Moreno er ekki í þjálfarateyminu mínu. Okkur varð á þegar við hittumst á fundi hjá mér 12. september, heima hjá mér. Það er eini dagurinn sem við töluðum saman.“







„Við spjölluðum saman í 30 mínútur og hann vildi stýra liðinu á EM næsta sumar og svo fara til baka í það að verða aðstoðarþjálfari. Á þeim tímapunkti reyndi ég að setja mig í hans spor.“

„Ég skil hann að vilja fá tækifæri lífsins. Ég skil hann að vera metnaðarfullur og það á að hrósa fyrir það en fyrir mér er þetta einnig óheiðarlegt og er galli,“ sagði Enrique.

Hann virðist ekki vera sáttur með að Moreno hafi viljað eigna sér velgengnina og stýra liðinu næsta sumar, þrátt fyrir að Enrique væri klár aftur eftir veikindi dóttur sinnar.

„Ég vildi koma aftur og hringdi í alla í þjálfarateyminu og bað um þeirra skoðun. Ég hef enga ástæðu til að gagnrýna hann sem atvinnumann. Ég er ekki góði gaurinn í myndinni en ég er heldur ekki sá slæmi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×