Svíar komnir á EM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Svíar tryggðu EM sætið í Rúmeníu
Svíar tryggðu EM sætið í Rúmeníu vísir/getty
Svíar tryggðu sæti sitt á EM 2020 með sigri á Rúmenum í kvöld. Danir völtuðu yfir Gíbraltar og Svisslendingar unnu nauðsynilegan sigur.

Svíar og Rúmenar mættust í lykilleik í baráttunni um seinna sætið úr F-riðli í Rúmeníu í kvöld.

Svíar komust yfir eftir 18 mínútna leik þegar Marcus Berg skoraði með skalla á teignum. Robin Quaison tvöfaldaði svo forystu Svía á 34. mínútu.

Þar við stóð í hálfleik og Svíar komnir í góða stöðu. Heimamenn náðu ekki að svara, leiknum lauk með 2-0 sigri Svía sem tryggðu sig þar með inn á EM.

Það er enn allt opið í D-riðli þar sem Danir og Svisslendingar unnu sína leiki.

Danir fengu Gíbraltar í heimsókn, sem er enn stigalaust á botni riðilsins.

Robert Skov kom Dönum yfir á 12. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik opnuðust hins vegar flóðgáttirnar og Danir skoruðu fimm mörk, lokatölur 6-0.

Svisslendingar þurftu að hafa meira fyrir hlutunum þegar þeir tóku á móti Georgíu, en Cedric Itten skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu.

Úrslit kvöldsins: 

Armenía - Grikkland 0-1

Finnland - Liecthenstein 3-0

Noregur - Færeyjar 4-0

Bosnía og Herzegóvína - Ítalía 0-3

Danmörk - Gíbraltar 6-0

Rúmenía - Svíþjóð 0-2

Spánn - Malta 7-0

Sviss - Georgía 1-0

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira