Sport

Lést eftir MMA-bardaga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Saeideh Aletaha lést af völdum höfuðáverka.
Saeideh Aletaha lést af völdum höfuðáverka. vísir/getty

Saeideh Aletaha, áhugamaður í MMA, er látin eftir áverka sem hún varð fyrir í bardaga í Southampton á Englandi á laugardagskvöldið.

Aletaha varð fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum á bardagakvöldi FFS (Fast and Furious Fight Series).

Hún var flutt á spítala í Southampton þar sem hún lést á sunnudaginn. Lögreglan í Hampshire hefur hafið rannsókn á málinu.

„Allir keppendur búa sig undir að geta meiðst og þetta er eitthvað sem gerist ekki í 99,9% tilfella,“ segir í yfirlýsingu frá FFS.

„Við reynum að hafa þetta eins öruggt og hægt er með læknisskoðun fyrir og eftir bardaga. Á staðnum voru læknir og sjúkrabíll.“

Aletaha, sem var frá Íran, var 26 ára þegar hún lést.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.