Bíó og sjónvarp

Rúnar fær verðlaun á Spáni fyrir leikstjórn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúnar Rúnarsson að gera góða hluti.
Rúnar Rúnarsson að gera góða hluti. vísir/vilhelm

Um síðustu helgi lauk Seminci, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni, sem er ein stærsta hátíðin á Spáni og var haldin í sextugasta og fjórða sinn í ár. 

Að vanda var verðlaunaafhendingunni varpað beint út í ríkissjónvarpi Spánar enda safnast saman margar af stjörnum landsins að þessu tilefni.

Leikstjórinn Rúnar Rúnarsson vann þar verðlaun fyrir bestu leikstjórn fyrir kvikmyndina Bergmál.

Bergmál var í haust heimsfrumsýnd í aðalkeppni alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Locarno í Sviss og hlot þar aðalverðlun dómnefndar ungafólksins.

Sena sér um dreifingu á Íslandi og fer Bergmál í almennar sýningar 20. nóvember.

Klippa: Bergmál - sýnishornAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.