Innlent

Kólnandi veður og úr­koma í öllum lands­hlutum

Eiður Þór Árnason skrifar
Reikna má með kólnandi veðri næstu daga.
Reikna má með kólnandi veðri næstu daga. Vísir/Vilheilm

Í dag má reikna með austanátt, þremur til tíu metrum á sekúndu, en skýjað með köflum og stöku skúrir eða él á austanverðu landinu. Allhvass vindur verður með suðurströndinni fram eftir degi, en fer að lægja undir kvöld. Hiti verður á bilinu núll til fimm stig, en vægt frost á Norður- og Norðausturlandi. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings.

Hann segir jafnframt að næstu dagar bjóði upp á hægan vind með kólnandi veðri og dálítilli úrkomu í öllum landshlutum.


Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Rigning eða slydda á köflum um landið sunnanvert og hiti um og yfir frostmarki, en annars þurrt að kalla og frost 2 til 10 stig.

Á miðvikudag:
Austan 3-8 m/s og þurrt veður, en hvassari með suðurströndinni og svolítil rigning eða slydda. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:
Suðlæg átt, 3-8 m/s. Víða léttskýjað, en stöku él við NA-ströndnia og SV-til. Frost um mest allt land.

Á föstudag:
Suðaustlæg átt, ákveðin SV-til, en annars hægari. Bjartviðri og frost norðantil, en skýjað, hiti kringum frostmark og slydda eða rigning við ströndina sunnanlands.

Á laugardag:
Suðaustan- og austanátt með úrkomu SA-til, en annars úrkomulítið. Hlýnandi veður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.