Innlent

Kólnandi veður og úr­koma í öllum lands­hlutum

Eiður Þór Árnason skrifar
Reikna má með kólnandi veðri næstu daga.
Reikna má með kólnandi veðri næstu daga. Vísir/Vilheilm
Í dag má reikna með austanátt, þremur til tíu metrum á sekúndu, en skýjað með köflum og stöku skúrir eða él á austanverðu landinu. Allhvass vindur verður með suðurströndinni fram eftir degi, en fer að lægja undir kvöld. Hiti verður á bilinu núll til fimm stig, en vægt frost á Norður- og Norðausturlandi. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings.Hann segir jafnframt að næstu dagar bjóði upp á hægan vind með kólnandi veðri og dálítilli úrkomu í öllum landshlutum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Rigning eða slydda á köflum um landið sunnanvert og hiti um og yfir frostmarki, en annars þurrt að kalla og frost 2 til 10 stig.Á miðvikudag:

Austan 3-8 m/s og þurrt veður, en hvassari með suðurströndinni og svolítil rigning eða slydda. Hiti breytist lítið.Á fimmtudag:

Suðlæg átt, 3-8 m/s. Víða léttskýjað, en stöku él við NA-ströndnia og SV-til. Frost um mest allt land.Á föstudag:

Suðaustlæg átt, ákveðin SV-til, en annars hægari. Bjartviðri og frost norðantil, en skýjað, hiti kringum frostmark og slydda eða rigning við ströndina sunnanlands.Á laugardag:

Suðaustan- og austanátt með úrkomu SA-til, en annars úrkomulítið. Hlýnandi veður.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.