Sport

Chargers ætlar ekki að flytja til London

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Chargers segir að framtíðin sé í LA.
Chargers segir að framtíðin sé í LA. vísir/getty
Umræðan um NFL-lið í London heldur áfram og nú síðast var verið að orða við LA Chargers við flutning til Lundúna.

Chargers flutti frá San Diego til Los Angeles árið 2017 og þó svo félagið sé að byggja völl með LA Rams þá var verið að orða félagið við London í gær.

Jacksonville Jaguars hefur margoft verið orðað við flutning yfir hafið en ekki hefur enn orðið af því.

Í gær fór sú saga á flug að eigendur Chargers vildu ólmir stökkva yfir hafið en eigandi félagsins, Dean Spanos, hafnar því.

„Við erum ekki að fara til London. Við erum ekki að fara neitt. Við verðum í Los Angeles,“ sagði Spanos.

„Það hefur ekki verið skoðað neitt annað en að spila næstu árin í LA. Það hafa ekki verið neinar viðræður á milli okkar og deildarinnar varðandi þennan meinta flutning.“

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×