Marka­laust hjá Arnóri og Jón Guðni á bekknum | Magnaður sigur Celtic á Ítalíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason. vísir/getty

Fyrri hlutanum af leikjum dagsins í Evrópudeildinni er lokið en tveir Íslendingar voru í eldlínunni í leikjunum sem var að ljúka rétt í þessu.

Arnór Ingvi Traustason spilaði allan leikinn fyrir Malmö sem náði ekki að vinna Lugano á útivelli í B-riðlinum.

Á sama tíma gerðu FCK og Dynamo Kiev 1-1 jafntefli í Kaupmannahöfn. FCK og Kiev eru því með sex stig, Malmö fimm en Lugano tvö.

Sevilla er komið áfram í 32-liða úrslitin eftir að hafa rúllað yfir Dudelange á útivelli, 5-2, en spænska liðið komst í 5-0 áur en þeir slökuðu aðeins á.

Jón Guðni Fjóluson sat allan tímann á varamannabekknum er Krasnodar vann 3-1 sigur á Trabzonspor á heimavelli. Krasnodar er með sex stig líkt og Getafe í riðlinum en Basel er á toppnum með tíu.

Celtic gerði góða ferð til Ítalíu og náði í stigin þrjú gegn Lazio. Skotarnir höfðu betur 2-1 með sigurmarki í uppbótartíma.

Celtic er með tíustig í riðlinum, Lazio fjögur en Cluj er í öðru sætinu með níu. Skotarnir því komnir áfram.

Úrslit dagsins:
A-riðill:
Apoel - Qarabag 1-1
Dudelange - Sevilla 2-5

B-riðill:
FCK - Dynamo Kiev 1-1
Lugano - Malmö 0-0

C-riðill:
Basel - Getafe 2-1
Krasnodar - Trabzonspor 3-1

D-riðill:
LASK - PSV 4-1
Rosenborg - Sporting 0-2

E-riðill:
CFR Cluj - Rennes 1-1
Lazio - Celtic 1-2

F-riðill:
Standard Liege - Eintracht Frankfurt 2-1

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.