Bíó og sjónvarp

Síðasta stikla The Rise of Skywalker

Samúel Karl Ólason skrifar
Rey undirbýr sig fyrir átök.
Rey undirbýr sig fyrir átök.
Disney birti í nótt síðustu stikluna fyrir Star Wars myndina The Rise of Skywalker. Kvikmyndin markar endalok sögunnar um Rey, Finn, Poe, Kylo Ren og allra hinna auk þess sem hún bindur enda á níu mynda söguna um Skywalker-fjölskylduna. JJ Abrams leikstýrir henni og verður hún frumsýnd þann 20. desember.

Það er ansi margt sem kemur fram í þessari stiklu eins og rödd Palpatine keisara, rödd Luke Skywalker og ýmislegt fleira.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.