Fékk tvær refsingar en vann samt íslensku stelpurnar í fyrsta hluta CrossFit open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2019 10:30 Anníe Mist Þórisdóttir eftir góða æfingu. Instagram/anniethorisdottir Nú stendur yfir opni hluti heimsleikanna í CrossFit þar sem CrossFit fólkið fær tækifæri til að tryggja sér sæti á heimsleikunum á næsta ári. Íslendingar voru meðal efstu manna en tókst þó ekki að tryggja sér peningaverðlaunin fyrir fyrsta hlutann. Sigurvegar hvers hluta í CrossFit open fá tvö þúsund og tuttugu dollara í sinn hlut eða um 253 þúsund krónur. Grikkinn Lefteris Theofanidis og hin írska Emma McQuaid gerðu betur en allir í fyrsta hlutanum en Ísland átti þrjá keppendur á topp fimm. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stóð sig best af íslensku stelpunum og náði þriðja sætinu en Anníe Mist Þórisdóttir varð fimmta. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan í 28. sæti. Björgvin Karl Guðmundsson varð í þriðja sæti hjá körlunum en handbolta- og fótboltadómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson kom næstu íslensku karlanna í 34. sætinu.Greece’s Lefteris Theofanidis and Ireland’s Emma McQuaid win Open Workout #20point1 and US$2,020. https://t.co/2ePfGnqAy4 — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 21, 2019 Fyrsti hlutinn var tímaþraut þar sem keppendur gerðu tíu umferðir af því að lyfta 43/29,4 kílóa slá frá jörðu og yfir höfuð átta sinnum og fylgja því eftir með tíu „burpees“. Þetta er klassísk CrossFit æfing sem reynir vel á viðkomandi. Strákarnir lyfta þyngri slánni. Grikkinn Lefteris Theofanidis kláraði þetta á 8:05 mínútum en hin írska Emma McQuaid á 7:55 mínútum. Emma McQuaid skilaði reyndar inn tímanum 7:41 mínútur en fékk á sig tvær refsingar og tíminn hennar endaði því í 7:55 mínútum. Björgvin Karl Guðmundsson kláraði á 8:16 mínútum en Ragnheiður Sara á 8:11 mínútum. Anníe Mist fór þetta á 8:25 mínútum. Emma McQuaid keppti á heimsleikunum í fyrsta sinn á þessu ári og náði 21. sæti. Lefteris Theofanidis var líka með í fyrsta sinn í ár og endaði þar í 60. sæti. Þau eru bæði þrítug..@IcelandAnnie: “600+ DU later! Still smiling Who else looked at the timer 10 min in and got a shock?? That was a different kind of pain then last week Full video uploaded ” https://t.co/uRkeSQuxCMpic.twitter.com/1fd3jJyhMv — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 19, 2019 CrossFit Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sjá meira
Nú stendur yfir opni hluti heimsleikanna í CrossFit þar sem CrossFit fólkið fær tækifæri til að tryggja sér sæti á heimsleikunum á næsta ári. Íslendingar voru meðal efstu manna en tókst þó ekki að tryggja sér peningaverðlaunin fyrir fyrsta hlutann. Sigurvegar hvers hluta í CrossFit open fá tvö þúsund og tuttugu dollara í sinn hlut eða um 253 þúsund krónur. Grikkinn Lefteris Theofanidis og hin írska Emma McQuaid gerðu betur en allir í fyrsta hlutanum en Ísland átti þrjá keppendur á topp fimm. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stóð sig best af íslensku stelpunum og náði þriðja sætinu en Anníe Mist Þórisdóttir varð fimmta. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan í 28. sæti. Björgvin Karl Guðmundsson varð í þriðja sæti hjá körlunum en handbolta- og fótboltadómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson kom næstu íslensku karlanna í 34. sætinu.Greece’s Lefteris Theofanidis and Ireland’s Emma McQuaid win Open Workout #20point1 and US$2,020. https://t.co/2ePfGnqAy4 — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 21, 2019 Fyrsti hlutinn var tímaþraut þar sem keppendur gerðu tíu umferðir af því að lyfta 43/29,4 kílóa slá frá jörðu og yfir höfuð átta sinnum og fylgja því eftir með tíu „burpees“. Þetta er klassísk CrossFit æfing sem reynir vel á viðkomandi. Strákarnir lyfta þyngri slánni. Grikkinn Lefteris Theofanidis kláraði þetta á 8:05 mínútum en hin írska Emma McQuaid á 7:55 mínútum. Emma McQuaid skilaði reyndar inn tímanum 7:41 mínútur en fékk á sig tvær refsingar og tíminn hennar endaði því í 7:55 mínútum. Björgvin Karl Guðmundsson kláraði á 8:16 mínútum en Ragnheiður Sara á 8:11 mínútum. Anníe Mist fór þetta á 8:25 mínútum. Emma McQuaid keppti á heimsleikunum í fyrsta sinn á þessu ári og náði 21. sæti. Lefteris Theofanidis var líka með í fyrsta sinn í ár og endaði þar í 60. sæti. Þau eru bæði þrítug..@IcelandAnnie: “600+ DU later! Still smiling Who else looked at the timer 10 min in and got a shock?? That was a different kind of pain then last week Full video uploaded ” https://t.co/uRkeSQuxCMpic.twitter.com/1fd3jJyhMv — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 19, 2019
CrossFit Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sjá meira