Enski boltinn

Mohamed Salah snýr aftur en tveir lykilmenn Liverpool-varnarinnar verða ekki með

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var létt yfir Mohamed Salah á æfingunni í gær.
Það var létt yfir Mohamed Salah á æfingunni í gær. Getty/Andrew Powell
Mohamed Salah verður í leikmannahópi Liverpool í Meistaradeildinni á morgun en Liverpool liðið missir tvo varnarmenn frá því í leiknum á móti Manchester United um helgina.



Mohamed Salah missti af Manchester United leiknum um helgina og margir skrifa bitleysi Liverpool sóknarinnar á fjarveru hans.



Varnarmennirnir sem missa af Genk leiknum eru þeir Trent Alexander-Arnold og Joel Matip. Alexander-Arnold er veikur og Joel Matip er meiddur á hné.







Líklegt er að Joe Gomez og Dejan Lovren komi inn í vörnina en Jürgen Klopp gæti líka notað James Milner í hægri bakverðinum.



Liverpool tapaði fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni á móti Napoli og má ekki við því að misstíga sig á móti Belgunum.



Gengi liðsins á útivelli í riðlakeppninni er samt áhyggjuefni en Liverpool hefur tapað fjórum útileikjum í röð í þessum hluta Meistaradeildarinnar, tveimur á móti Napoli og svo leikjum á móti Rauðu Stjörnunni og Paris Saint-Germain.





Tengd skjöl




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.