Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. október 2025 16:59 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sá sig knúinn til að leiðrétta misskilning í hlaðvarpsþættinum Fantasýn. vísir/ívar Illa var vegið að þingmanninum Guðlaugi Þór Þórðarsyni í hlaðvarpsþætti Fantasýn þegar meint fantasy-lið hans í sértilgerðum leik ensku úrvalsdeildarinnar var tekið fyrir. Guðlaugur kannast ekkert við liðið sem honum var eignað í þættinum. Líkt og greint var frá á Vísi í dag báru þeir Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban saman lið þeirra Guðlaugs Þórs og Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, í þættinum. Liðið sem merkt var Guðlaugi var hins vegar alls ekki hans lið - þó það hafi verið merkt nafni hans. „Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Loksins þegar maður kemst í fréttirnar fyrir eitthvað sem maður hefur mjög mikinn áhuga á. Ég hef beðið eftir því að fá umfjöllun um mig í íþróttafréttum svo áratugum skiptir,“ segir Guðlaugur léttur í samtali við íþróttadeild síðdegis. Þú ert sem sagt ekki með tvö lið? Það hefur einhver merkt þitt nafn við liðið? „Ég hef ekki hugmynd. Þetta hlýtur að kalla á rannsókn,“ segir Guðlaugur og hlær. Góð leið til að þjást enn frekar Fantasyliðið sem Guðlaugur var orðaður við fékk fá stig um helgina en þar voru bæði Florian Wirtz og Mohamed Salah innanborðs, leikmenn Liverpool, sem hafa valdið vonbrigðum í upphafi móts. Raunverulegt lið Guðlaugs, sem má sjá á meðfylgjandi mynd, fékk töluvert fleiri stig um helgina - 70 talsins - og þar var Erling Haaland með fyrirliðabandið og engan Liverpool-mann að finna. Liðið til vinstri var ranglega sagt vera lið Guðlaugs Þórs. Til hægri er lið Bjarna Benediktssonar.Skjáskot/Fantasy.premierleague.com „Þetta hefur gengið alveg furðuvel. Þetta hafa verið gífurleg vonbrigði undanfarin keppnistímabil. Þetta er góð leið til að þjást enn frekar en að eiga sér lið í ensku deildinni. Ég nota þetta sem gott jafnvægi,“ segir Guðlaugur Þór sem er mikill stuðningsmaður Englandsmeistara Liverpool. „Ég er ekki með neinn Liverpool-mann og set þarna inn fólk sem mér er ekkert sérstaklega vel við og í liðum sem mér er síður vel við. Ef vonbrigðin verða mikil í úrslitum helgarinnar, þá oftar en ekki fæ ég stig,“ Skilur ekki hvers vegna United-mönnum er illa við Maguire Raunverulegt fantasy-lið Guðlaugs Þórs. Því gengur vel þegar liðum sem Guðlaugur kann ekkert sérlega vel við á góðu gengi að fagna.Mynd/Aðsend Harry Maguire var á varamannabekk Guðlaugs, líkt og sjá má á myndinni. Sá skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri Manchester United á Liverpool á sunnudag. Hann hefði viljað hafa hann innaborðs en þó var huggun í því að Acheampong, miðvörður Chelsea, var í liðinu. „Að vísu er ég með þennan unga úr Chelsea sem fékk fleiri stig. Ég er alltaf með Harry Maguire og ég skil ekki af hverju United-mönnum er svona hrikalega illa við hann. Hann skilar alltaf sínu. Auðvitað er það kaldhæðni örlaganna að leikmaður sem United stuðningsmenn þola ekki skyldi skora úrslitamarkið á Anfield. En hann verður í liðinu mínu alveg út tímabilið – nema hann meiðist,“ segir Guðlaugur. Isak meira í símanum en á æfingasvæðinu Guðlaugur vonast til þess að hans menn í Liverpool takist loks að fagna sigri þegar þeir heimsækja Eintracht Frankfurt í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liverpool hefur tapað fjórum leikjum í röð í öllum keppnum - og sérlega hefur tekið á andlegu hliðina tapið gegn United á sunnudag. „Ég er ekkert að fara á taugum. Þetta er glænýtt lið. Menn gleyma í umræðunni hvaða leikmenn Liverpool hefur misst. Það að púsla saman nýju liði tekur alltaf tíma. Svo vill það til að Isak var augljóslega meira í símanum en á æfingavellinum í sumar og er ekki kominn í gang. Við skulum spyrja að leikslokum en ég vona svo sannarlega að dagurinn á morgun verði ekki jafn erfiður og mánudagurinn. Það er alveg ótrúlegt hvað maður á allt í einu marga United-vini sem sjá allt í einu sérstaka ástæðu til að tala við mann þessa vikuna,“ segir Guðlaugur að endingu. Eintracht Frankfurt og Liverpool mætast í Meistaradeild Evrópu klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport 2. Fantasýn Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í dag báru þeir Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban saman lið þeirra Guðlaugs Þórs og Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, í þættinum. Liðið sem merkt var Guðlaugi var hins vegar alls ekki hans lið - þó það hafi verið merkt nafni hans. „Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Loksins þegar maður kemst í fréttirnar fyrir eitthvað sem maður hefur mjög mikinn áhuga á. Ég hef beðið eftir því að fá umfjöllun um mig í íþróttafréttum svo áratugum skiptir,“ segir Guðlaugur léttur í samtali við íþróttadeild síðdegis. Þú ert sem sagt ekki með tvö lið? Það hefur einhver merkt þitt nafn við liðið? „Ég hef ekki hugmynd. Þetta hlýtur að kalla á rannsókn,“ segir Guðlaugur og hlær. Góð leið til að þjást enn frekar Fantasyliðið sem Guðlaugur var orðaður við fékk fá stig um helgina en þar voru bæði Florian Wirtz og Mohamed Salah innanborðs, leikmenn Liverpool, sem hafa valdið vonbrigðum í upphafi móts. Raunverulegt lið Guðlaugs, sem má sjá á meðfylgjandi mynd, fékk töluvert fleiri stig um helgina - 70 talsins - og þar var Erling Haaland með fyrirliðabandið og engan Liverpool-mann að finna. Liðið til vinstri var ranglega sagt vera lið Guðlaugs Þórs. Til hægri er lið Bjarna Benediktssonar.Skjáskot/Fantasy.premierleague.com „Þetta hefur gengið alveg furðuvel. Þetta hafa verið gífurleg vonbrigði undanfarin keppnistímabil. Þetta er góð leið til að þjást enn frekar en að eiga sér lið í ensku deildinni. Ég nota þetta sem gott jafnvægi,“ segir Guðlaugur Þór sem er mikill stuðningsmaður Englandsmeistara Liverpool. „Ég er ekki með neinn Liverpool-mann og set þarna inn fólk sem mér er ekkert sérstaklega vel við og í liðum sem mér er síður vel við. Ef vonbrigðin verða mikil í úrslitum helgarinnar, þá oftar en ekki fæ ég stig,“ Skilur ekki hvers vegna United-mönnum er illa við Maguire Raunverulegt fantasy-lið Guðlaugs Þórs. Því gengur vel þegar liðum sem Guðlaugur kann ekkert sérlega vel við á góðu gengi að fagna.Mynd/Aðsend Harry Maguire var á varamannabekk Guðlaugs, líkt og sjá má á myndinni. Sá skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri Manchester United á Liverpool á sunnudag. Hann hefði viljað hafa hann innaborðs en þó var huggun í því að Acheampong, miðvörður Chelsea, var í liðinu. „Að vísu er ég með þennan unga úr Chelsea sem fékk fleiri stig. Ég er alltaf með Harry Maguire og ég skil ekki af hverju United-mönnum er svona hrikalega illa við hann. Hann skilar alltaf sínu. Auðvitað er það kaldhæðni örlaganna að leikmaður sem United stuðningsmenn þola ekki skyldi skora úrslitamarkið á Anfield. En hann verður í liðinu mínu alveg út tímabilið – nema hann meiðist,“ segir Guðlaugur. Isak meira í símanum en á æfingasvæðinu Guðlaugur vonast til þess að hans menn í Liverpool takist loks að fagna sigri þegar þeir heimsækja Eintracht Frankfurt í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liverpool hefur tapað fjórum leikjum í röð í öllum keppnum - og sérlega hefur tekið á andlegu hliðina tapið gegn United á sunnudag. „Ég er ekkert að fara á taugum. Þetta er glænýtt lið. Menn gleyma í umræðunni hvaða leikmenn Liverpool hefur misst. Það að púsla saman nýju liði tekur alltaf tíma. Svo vill það til að Isak var augljóslega meira í símanum en á æfingavellinum í sumar og er ekki kominn í gang. Við skulum spyrja að leikslokum en ég vona svo sannarlega að dagurinn á morgun verði ekki jafn erfiður og mánudagurinn. Það er alveg ótrúlegt hvað maður á allt í einu marga United-vini sem sjá allt í einu sérstaka ástæðu til að tala við mann þessa vikuna,“ segir Guðlaugur að endingu. Eintracht Frankfurt og Liverpool mætast í Meistaradeild Evrópu klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport 2.
Fantasýn Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sjá meira