Bardagi Diaz og Masvidal er í uppnámi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. október 2019 11:00 Það verða margir svekktir ef ekki verður af bardaga Diaz og Masvidal. Bardaginn sem UFC-unnendur báðu um. vísir/getty Nate Diaz gaf það út í gær að hann myndi ekki berjast gegn Jorge Masvidal í New York þann 2. nóvember þar sem lyfjapróf hjá honum hafi komið óeðlilega út. MMA-heimurinn trúir því ekki sem er að gerast. Diaz segir reyndar að þetta sé algjört kjaftæði enda borði hann eingöngu náttúrulega fæðu. Hann gefur í skyn að verið sé að reyna að bregða fyrir sig fæti. Það á að hafa verið hátt magn af ótilgreindu efni í lyfjaprófi Diaz sem ku hafa komið úr skemmdu fæðubótarefni.Your all on steroids not me pic.twitter.com/ykrZmRIoPS — Nathan Diaz (@NateDiaz209) October 24, 2019 Það væri mjög óvænt ef Diaz hefði fallið á lyfjaprófi og meira að segja andstæðingur hans, Masvidal, efast ekki um að Diaz sé hreinn. Hann segir að bardaginn muni fara fram sama hvað lyfjaeftirlitið segi.You not the baddest mofo in the game (i am) but you are one of the cleanest mofo’s @NateDiaz209 I’ll see you nov 2. I know your name is clean. I don’t need @usantidoping to tell me shit! — Jorge Masvidal UFC (@GamebredFighter) October 24, 2019 UFC er að skoða málið og nú í morgun var ekki búið að blása bardagann af. USADA lyfjaeftirlitsstofnunin hefur heldur ekki sett Diaz í bann. Það er aftur á móti mjög áhugavert að Diaz segi að hann hafi verið beðinn um að halda niðurstöðu lyfjaprófsins leyndu. Hann vill ekki taka þátt í slíku kjaftæði eins og lesa má hér að ofan. Þetta mál minnir svolítið á mál Neil Magny frá því í maí. Þá fundust agnir af óeðlilegu efni sem líka er talið að hafi komið úr skemmdu fæðubótarefni. Magny var ekki dæmdur í bann. Ef Diaz berst ekki mun UFC samt ætla að koma Masvidal í búrið. Heimildir bandarískra fjölmiðla herma að Leon Edwards hafi verið greitt fyrir að halda sér í formi ef eitthvað kæmi upp á. Svo hefur meistarinn Kamaru Usman boðið sig fram í að berjast ef á þarf að halda. Menn hafa almennt takmarkaða trú á því að hann myndi standa við þau stóru orð. Þeir bjartsýnustu vonast svo til þess að Conor McGregor stígi inn en hann boðaði endurkomu sína í Rússlandi í gær. MMA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Sjá meira
Nate Diaz gaf það út í gær að hann myndi ekki berjast gegn Jorge Masvidal í New York þann 2. nóvember þar sem lyfjapróf hjá honum hafi komið óeðlilega út. MMA-heimurinn trúir því ekki sem er að gerast. Diaz segir reyndar að þetta sé algjört kjaftæði enda borði hann eingöngu náttúrulega fæðu. Hann gefur í skyn að verið sé að reyna að bregða fyrir sig fæti. Það á að hafa verið hátt magn af ótilgreindu efni í lyfjaprófi Diaz sem ku hafa komið úr skemmdu fæðubótarefni.Your all on steroids not me pic.twitter.com/ykrZmRIoPS — Nathan Diaz (@NateDiaz209) October 24, 2019 Það væri mjög óvænt ef Diaz hefði fallið á lyfjaprófi og meira að segja andstæðingur hans, Masvidal, efast ekki um að Diaz sé hreinn. Hann segir að bardaginn muni fara fram sama hvað lyfjaeftirlitið segi.You not the baddest mofo in the game (i am) but you are one of the cleanest mofo’s @NateDiaz209 I’ll see you nov 2. I know your name is clean. I don’t need @usantidoping to tell me shit! — Jorge Masvidal UFC (@GamebredFighter) October 24, 2019 UFC er að skoða málið og nú í morgun var ekki búið að blása bardagann af. USADA lyfjaeftirlitsstofnunin hefur heldur ekki sett Diaz í bann. Það er aftur á móti mjög áhugavert að Diaz segi að hann hafi verið beðinn um að halda niðurstöðu lyfjaprófsins leyndu. Hann vill ekki taka þátt í slíku kjaftæði eins og lesa má hér að ofan. Þetta mál minnir svolítið á mál Neil Magny frá því í maí. Þá fundust agnir af óeðlilegu efni sem líka er talið að hafi komið úr skemmdu fæðubótarefni. Magny var ekki dæmdur í bann. Ef Diaz berst ekki mun UFC samt ætla að koma Masvidal í búrið. Heimildir bandarískra fjölmiðla herma að Leon Edwards hafi verið greitt fyrir að halda sér í formi ef eitthvað kæmi upp á. Svo hefur meistarinn Kamaru Usman boðið sig fram í að berjast ef á þarf að halda. Menn hafa almennt takmarkaða trú á því að hann myndi standa við þau stóru orð. Þeir bjartsýnustu vonast svo til þess að Conor McGregor stígi inn en hann boðaði endurkomu sína í Rússlandi í gær.
MMA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Sjá meira