Bardagi Diaz og Masvidal er í uppnámi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. október 2019 11:00 Það verða margir svekktir ef ekki verður af bardaga Diaz og Masvidal. Bardaginn sem UFC-unnendur báðu um. vísir/getty Nate Diaz gaf það út í gær að hann myndi ekki berjast gegn Jorge Masvidal í New York þann 2. nóvember þar sem lyfjapróf hjá honum hafi komið óeðlilega út. MMA-heimurinn trúir því ekki sem er að gerast. Diaz segir reyndar að þetta sé algjört kjaftæði enda borði hann eingöngu náttúrulega fæðu. Hann gefur í skyn að verið sé að reyna að bregða fyrir sig fæti. Það á að hafa verið hátt magn af ótilgreindu efni í lyfjaprófi Diaz sem ku hafa komið úr skemmdu fæðubótarefni.Your all on steroids not me pic.twitter.com/ykrZmRIoPS — Nathan Diaz (@NateDiaz209) October 24, 2019 Það væri mjög óvænt ef Diaz hefði fallið á lyfjaprófi og meira að segja andstæðingur hans, Masvidal, efast ekki um að Diaz sé hreinn. Hann segir að bardaginn muni fara fram sama hvað lyfjaeftirlitið segi.You not the baddest mofo in the game (i am) but you are one of the cleanest mofo’s @NateDiaz209 I’ll see you nov 2. I know your name is clean. I don’t need @usantidoping to tell me shit! — Jorge Masvidal UFC (@GamebredFighter) October 24, 2019 UFC er að skoða málið og nú í morgun var ekki búið að blása bardagann af. USADA lyfjaeftirlitsstofnunin hefur heldur ekki sett Diaz í bann. Það er aftur á móti mjög áhugavert að Diaz segi að hann hafi verið beðinn um að halda niðurstöðu lyfjaprófsins leyndu. Hann vill ekki taka þátt í slíku kjaftæði eins og lesa má hér að ofan. Þetta mál minnir svolítið á mál Neil Magny frá því í maí. Þá fundust agnir af óeðlilegu efni sem líka er talið að hafi komið úr skemmdu fæðubótarefni. Magny var ekki dæmdur í bann. Ef Diaz berst ekki mun UFC samt ætla að koma Masvidal í búrið. Heimildir bandarískra fjölmiðla herma að Leon Edwards hafi verið greitt fyrir að halda sér í formi ef eitthvað kæmi upp á. Svo hefur meistarinn Kamaru Usman boðið sig fram í að berjast ef á þarf að halda. Menn hafa almennt takmarkaða trú á því að hann myndi standa við þau stóru orð. Þeir bjartsýnustu vonast svo til þess að Conor McGregor stígi inn en hann boðaði endurkomu sína í Rússlandi í gær. MMA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira
Nate Diaz gaf það út í gær að hann myndi ekki berjast gegn Jorge Masvidal í New York þann 2. nóvember þar sem lyfjapróf hjá honum hafi komið óeðlilega út. MMA-heimurinn trúir því ekki sem er að gerast. Diaz segir reyndar að þetta sé algjört kjaftæði enda borði hann eingöngu náttúrulega fæðu. Hann gefur í skyn að verið sé að reyna að bregða fyrir sig fæti. Það á að hafa verið hátt magn af ótilgreindu efni í lyfjaprófi Diaz sem ku hafa komið úr skemmdu fæðubótarefni.Your all on steroids not me pic.twitter.com/ykrZmRIoPS — Nathan Diaz (@NateDiaz209) October 24, 2019 Það væri mjög óvænt ef Diaz hefði fallið á lyfjaprófi og meira að segja andstæðingur hans, Masvidal, efast ekki um að Diaz sé hreinn. Hann segir að bardaginn muni fara fram sama hvað lyfjaeftirlitið segi.You not the baddest mofo in the game (i am) but you are one of the cleanest mofo’s @NateDiaz209 I’ll see you nov 2. I know your name is clean. I don’t need @usantidoping to tell me shit! — Jorge Masvidal UFC (@GamebredFighter) October 24, 2019 UFC er að skoða málið og nú í morgun var ekki búið að blása bardagann af. USADA lyfjaeftirlitsstofnunin hefur heldur ekki sett Diaz í bann. Það er aftur á móti mjög áhugavert að Diaz segi að hann hafi verið beðinn um að halda niðurstöðu lyfjaprófsins leyndu. Hann vill ekki taka þátt í slíku kjaftæði eins og lesa má hér að ofan. Þetta mál minnir svolítið á mál Neil Magny frá því í maí. Þá fundust agnir af óeðlilegu efni sem líka er talið að hafi komið úr skemmdu fæðubótarefni. Magny var ekki dæmdur í bann. Ef Diaz berst ekki mun UFC samt ætla að koma Masvidal í búrið. Heimildir bandarískra fjölmiðla herma að Leon Edwards hafi verið greitt fyrir að halda sér í formi ef eitthvað kæmi upp á. Svo hefur meistarinn Kamaru Usman boðið sig fram í að berjast ef á þarf að halda. Menn hafa almennt takmarkaða trú á því að hann myndi standa við þau stóru orð. Þeir bjartsýnustu vonast svo til þess að Conor McGregor stígi inn en hann boðaði endurkomu sína í Rússlandi í gær.
MMA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira