Bardagi Diaz og Masvidal er í uppnámi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. október 2019 11:00 Það verða margir svekktir ef ekki verður af bardaga Diaz og Masvidal. Bardaginn sem UFC-unnendur báðu um. vísir/getty Nate Diaz gaf það út í gær að hann myndi ekki berjast gegn Jorge Masvidal í New York þann 2. nóvember þar sem lyfjapróf hjá honum hafi komið óeðlilega út. MMA-heimurinn trúir því ekki sem er að gerast. Diaz segir reyndar að þetta sé algjört kjaftæði enda borði hann eingöngu náttúrulega fæðu. Hann gefur í skyn að verið sé að reyna að bregða fyrir sig fæti. Það á að hafa verið hátt magn af ótilgreindu efni í lyfjaprófi Diaz sem ku hafa komið úr skemmdu fæðubótarefni.Your all on steroids not me pic.twitter.com/ykrZmRIoPS — Nathan Diaz (@NateDiaz209) October 24, 2019 Það væri mjög óvænt ef Diaz hefði fallið á lyfjaprófi og meira að segja andstæðingur hans, Masvidal, efast ekki um að Diaz sé hreinn. Hann segir að bardaginn muni fara fram sama hvað lyfjaeftirlitið segi.You not the baddest mofo in the game (i am) but you are one of the cleanest mofo’s @NateDiaz209 I’ll see you nov 2. I know your name is clean. I don’t need @usantidoping to tell me shit! — Jorge Masvidal UFC (@GamebredFighter) October 24, 2019 UFC er að skoða málið og nú í morgun var ekki búið að blása bardagann af. USADA lyfjaeftirlitsstofnunin hefur heldur ekki sett Diaz í bann. Það er aftur á móti mjög áhugavert að Diaz segi að hann hafi verið beðinn um að halda niðurstöðu lyfjaprófsins leyndu. Hann vill ekki taka þátt í slíku kjaftæði eins og lesa má hér að ofan. Þetta mál minnir svolítið á mál Neil Magny frá því í maí. Þá fundust agnir af óeðlilegu efni sem líka er talið að hafi komið úr skemmdu fæðubótarefni. Magny var ekki dæmdur í bann. Ef Diaz berst ekki mun UFC samt ætla að koma Masvidal í búrið. Heimildir bandarískra fjölmiðla herma að Leon Edwards hafi verið greitt fyrir að halda sér í formi ef eitthvað kæmi upp á. Svo hefur meistarinn Kamaru Usman boðið sig fram í að berjast ef á þarf að halda. Menn hafa almennt takmarkaða trú á því að hann myndi standa við þau stóru orð. Þeir bjartsýnustu vonast svo til þess að Conor McGregor stígi inn en hann boðaði endurkomu sína í Rússlandi í gær. MMA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Sjá meira
Nate Diaz gaf það út í gær að hann myndi ekki berjast gegn Jorge Masvidal í New York þann 2. nóvember þar sem lyfjapróf hjá honum hafi komið óeðlilega út. MMA-heimurinn trúir því ekki sem er að gerast. Diaz segir reyndar að þetta sé algjört kjaftæði enda borði hann eingöngu náttúrulega fæðu. Hann gefur í skyn að verið sé að reyna að bregða fyrir sig fæti. Það á að hafa verið hátt magn af ótilgreindu efni í lyfjaprófi Diaz sem ku hafa komið úr skemmdu fæðubótarefni.Your all on steroids not me pic.twitter.com/ykrZmRIoPS — Nathan Diaz (@NateDiaz209) October 24, 2019 Það væri mjög óvænt ef Diaz hefði fallið á lyfjaprófi og meira að segja andstæðingur hans, Masvidal, efast ekki um að Diaz sé hreinn. Hann segir að bardaginn muni fara fram sama hvað lyfjaeftirlitið segi.You not the baddest mofo in the game (i am) but you are one of the cleanest mofo’s @NateDiaz209 I’ll see you nov 2. I know your name is clean. I don’t need @usantidoping to tell me shit! — Jorge Masvidal UFC (@GamebredFighter) October 24, 2019 UFC er að skoða málið og nú í morgun var ekki búið að blása bardagann af. USADA lyfjaeftirlitsstofnunin hefur heldur ekki sett Diaz í bann. Það er aftur á móti mjög áhugavert að Diaz segi að hann hafi verið beðinn um að halda niðurstöðu lyfjaprófsins leyndu. Hann vill ekki taka þátt í slíku kjaftæði eins og lesa má hér að ofan. Þetta mál minnir svolítið á mál Neil Magny frá því í maí. Þá fundust agnir af óeðlilegu efni sem líka er talið að hafi komið úr skemmdu fæðubótarefni. Magny var ekki dæmdur í bann. Ef Diaz berst ekki mun UFC samt ætla að koma Masvidal í búrið. Heimildir bandarískra fjölmiðla herma að Leon Edwards hafi verið greitt fyrir að halda sér í formi ef eitthvað kæmi upp á. Svo hefur meistarinn Kamaru Usman boðið sig fram í að berjast ef á þarf að halda. Menn hafa almennt takmarkaða trú á því að hann myndi standa við þau stóru orð. Þeir bjartsýnustu vonast svo til þess að Conor McGregor stígi inn en hann boðaði endurkomu sína í Rússlandi í gær.
MMA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Sjá meira