Lífið

Ógeðfellda hlið hinna krúttlegu mörgæsa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skítur út um allt.
Skítur út um allt.
Í nýju kynningarmyndbandi BBC Earth má sjá hvernig mörgæsir losa sig við eigin úrgang.

Myndskeiðið er úr fyrsta þætti þáttaraðar BBC sem ber heitið Seven Worlds, One Planet. Þátturinn sem um ræðir fjallar um Suðurskautið.

Þar má sjá hvernig mörgæsir skíta af miklu afli og nær úrgangurinn nokkuð langt frá þeim stað sem þær standa á.

Þetta gera þær til að skíta ekki yfir hreiðrið sem þær standa yfir. Aftur á móti fer skíturinn nánast alltaf á næstu mörgæs og má segja að þær skíti nánast alltaf yfir næstu nágranna sína.

Hér að neðan má sjá myndbandið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×