Tónlist

Föstudagsplaylisti Danna Croax

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Hausar eru kyndilberar drum & bass tónlistarstefnunnar á Íslandi.
Hausar eru kyndilberar drum & bass tónlistarstefnunnar á Íslandi. aðsend mynd

Daniel Kristinn Gunnarsson, eða Croax, er annar plötusnúður drum & bass kollektívisins Hausar sem setur saman lista fyrir Vísi, en Bjarni Ben var með lista nýverið.

Listann segir Daniel standa saman af drum & bass lögum, „meðal annars í svokölluðum hálfþreps stíl (e. half-time), sem sækir innblástur sinn frá hip-hop tónlist,“ ásamt slögurum sem voru spilaðir á klúbbum Reykjavíkur þegar hann uppgötvaði senuna í kringum árið 2003 og Hausar spila enn á kvöldum sem þau standa fyrir. Slík lög ásamt nýrri lögum í tengdum tónlistarstefnum mynda listann.

Hausar halda úti vikulegu hlaðvarpi þar sem þau fylgjast grannt með nýjustu straumum og stefnum innan drum & bass tónlistarinnar, ásamt því að vera með fastakvöld á Bravó fyrsta fimmtudag hvers mánaðar.

Næst á döfinni hjá Hausum, að undanskildum föstum liðum, er að koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í byrjun nóvember og lofar Danni heljarinnar fjöri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.