HA hafnar að skilyrðum hafi verið breytt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2019 17:31 Eyjólfur Guðmundsson, rektor við Háskólann á Akureyri. Háskólinn á Akureyri Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði. Háskólaráð hafi svo komist að þeirri niðurstöðu nýlega að pláss í skólanum væri ekki nægjanlegt. Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs við HA, segir í samtali við Vísi að um misskilning sé að ræða. Hún ræddi við blaðamann og sendi honum svarbréf sem nemendur í lögreglufræðum fengu sent með umsókn sinni þar sem þeir voru boðnir velkomnir í námið. Þar segir: „Fjöldi nemenda sem halda áfram námi á vormisseri 1. árs (starfsnám) er takmarkaður. (…). Þeir nemar sem komast ekki inn í starfsnám hafa tækifæri til þess að sækja um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs á vormisseri ef námspláss leyfir. Viðkomandi er jafnframt frjálst að reyna aftur að komast inn í starfsnámið seinna.“Bréf sem nemendur fengu sent eftir skráningu.Nemendur í lögreglunáminu sem Vísir ræddi við fyrr í dag vísuðu í bréf sem þeim barst síðastliðið sumar um upplýsingar um námið. Þar var fyrirkomulag námsins útskýrt, meðal annars að takmarkaður fjöldi nema kæmist í starfsnám. „Þeir sem einhverja hluta vegna eru ekki valdir, að því gefnu að þeir standist þau skilyrði er sett eru í lögreglulögum, geta haldið áfram við nám í lögreglufræðum og sótt um aftur að ári liðnu,“ sagði í bréfinu. Einn nemandi segist sömuleiðis hafa fengið þær upplýsingar frá kennurum á nýnemadögum að það mætti halda áfram í bóklegu námi svo lengi sem bóklegar einkunnir stæðust kröfur. Nemendur hafi sumir hverjir gengið frá leigusamningi fram á vor.Stöðug fjölgun hefur orðið á nemendum við Háskólann á Akureyri. Þeim hefur fjölgað um 50 prósent á fimm árum.Katrín segir tilhögun þessa ekki nýja af nálinni og fylgi fordæmi hjúkrunarfræðinnar þar sem einungis 55 nemar komast áfram á vormisseri eftir samkeppnispróf um áramót. Það sama gildi um sálfræðina þar sem 85 komast áfram á vormisseri. Hægt hafi verið að sækja um 180 ECTS eininga BA nám í lögreglu- og löggæslufræðum við HA á árunum 2017/18 og 2018/19. Fyrir innritun 2019/20 hafi hins vegar verið hætt með BA námið og það aðeins aðgengilegt fyrir þá sem lokið höfðu diplómagráðunni og þar með talið starfsnáminu hjá MSL. „Ástæðan fyrir því að hætt var með BA námið var að samningur menntamálaráðuneytisins og HA um nám í lögreglufræðum dekkaði aðeins diplómanámið. HA hafði því á eigin kostnað boðið upp á BA námið, sem greip þá sem ekki komust áfram út af fjöldatakmörkunum í starfsnámið. Vegna mikillar aðsóknar í HA í heild sinni þurfti því að bregðast við og var meðal annarra aðgerða BA námið aðeins gert aðgengilegt þeim sem lokið hafa diplómanámi fyrir verðandi og starfandi lögreglumenn. Samtímis var farið í víðtækar aðgangstakmarkanir í HA og loks ákvörðun háskólaráðs að nemendur sem ekki komast í gegnum fjöldatakmarkanir geti skráð sig í annað nám.“ Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði. Háskólaráð hafi svo komist að þeirri niðurstöðu nýlega að pláss í skólanum væri ekki nægjanlegt. Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs við HA, segir í samtali við Vísi að um misskilning sé að ræða. Hún ræddi við blaðamann og sendi honum svarbréf sem nemendur í lögreglufræðum fengu sent með umsókn sinni þar sem þeir voru boðnir velkomnir í námið. Þar segir: „Fjöldi nemenda sem halda áfram námi á vormisseri 1. árs (starfsnám) er takmarkaður. (…). Þeir nemar sem komast ekki inn í starfsnám hafa tækifæri til þess að sækja um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs á vormisseri ef námspláss leyfir. Viðkomandi er jafnframt frjálst að reyna aftur að komast inn í starfsnámið seinna.“Bréf sem nemendur fengu sent eftir skráningu.Nemendur í lögreglunáminu sem Vísir ræddi við fyrr í dag vísuðu í bréf sem þeim barst síðastliðið sumar um upplýsingar um námið. Þar var fyrirkomulag námsins útskýrt, meðal annars að takmarkaður fjöldi nema kæmist í starfsnám. „Þeir sem einhverja hluta vegna eru ekki valdir, að því gefnu að þeir standist þau skilyrði er sett eru í lögreglulögum, geta haldið áfram við nám í lögreglufræðum og sótt um aftur að ári liðnu,“ sagði í bréfinu. Einn nemandi segist sömuleiðis hafa fengið þær upplýsingar frá kennurum á nýnemadögum að það mætti halda áfram í bóklegu námi svo lengi sem bóklegar einkunnir stæðust kröfur. Nemendur hafi sumir hverjir gengið frá leigusamningi fram á vor.Stöðug fjölgun hefur orðið á nemendum við Háskólann á Akureyri. Þeim hefur fjölgað um 50 prósent á fimm árum.Katrín segir tilhögun þessa ekki nýja af nálinni og fylgi fordæmi hjúkrunarfræðinnar þar sem einungis 55 nemar komast áfram á vormisseri eftir samkeppnispróf um áramót. Það sama gildi um sálfræðina þar sem 85 komast áfram á vormisseri. Hægt hafi verið að sækja um 180 ECTS eininga BA nám í lögreglu- og löggæslufræðum við HA á árunum 2017/18 og 2018/19. Fyrir innritun 2019/20 hafi hins vegar verið hætt með BA námið og það aðeins aðgengilegt fyrir þá sem lokið höfðu diplómagráðunni og þar með talið starfsnáminu hjá MSL. „Ástæðan fyrir því að hætt var með BA námið var að samningur menntamálaráðuneytisins og HA um nám í lögreglufræðum dekkaði aðeins diplómanámið. HA hafði því á eigin kostnað boðið upp á BA námið, sem greip þá sem ekki komust áfram út af fjöldatakmörkunum í starfsnámið. Vegna mikillar aðsóknar í HA í heild sinni þurfti því að bregðast við og var meðal annarra aðgerða BA námið aðeins gert aðgengilegt þeim sem lokið hafa diplómanámi fyrir verðandi og starfandi lögreglumenn. Samtímis var farið í víðtækar aðgangstakmarkanir í HA og loks ákvörðun háskólaráðs að nemendur sem ekki komast í gegnum fjöldatakmarkanir geti skráð sig í annað nám.“
Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira