Skrifaði undir nýjan plötusamning í fangelsi Sylvía Hall skrifar 11. október 2019 20:08 Tekashi 6ix9ine hefur oft komist í kast við lögin þrátt fyrir ungan aldur. Vísir/Getty Rapparinn Tekashi 6ix9ine hefur skrifað undir plötusamning sem kveður á um tvær plötur, eina á ensku og eina á spænsku. Samningurinn er sagður hljóða upp á tíu milljónir Bandaríkjadala. Athygli vekur að rapparinn situr í fangelsi sem stendur og bíður dóms, en hann er aðeins 23 ára gamall. Mál rapparans hefur vakið athygli víða en hann var ákærður fyrir vörslu vopna og skipulagða glæpastarfsemi. Hámarksrefsing fyrir slík brot er allt að 47 ára fangelsi en rapparinn má búast við vægari dómi eftir að gaf upp upplýsingar um nokkra vitorðsmenn sína. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rapparinn ungi kemst í kast við löginn. Í október árið 2015 var hann sakfelldur fyrir að eiga í kynferðislegu sambandi við þrettán ára stúlku og deila myndbandi af henni í kynlífsathöfnum. Þá hafði hann einnig setið í fangelsi fyrir líkamsárás og sölu heróíns.Sjá einnig: Nicki Minaj vinnur með dæmdum barnaníðingi Rapparinn gaf yfirvöldum upplýsingar um samstarfsmenn sína í genginu The Nine Trey Bloods, sem er umsvifamikið og þekkt fyrir gróft ofbeldi. Meðal þeirra sem 6ix9ine veitti upplýsingar um voru þeir Anthony Ellison og Aljermiah Mack, sem hafa báði verið sakfelldir eftir vitnisburð rapparans. Réttarhöld í máli 6ix9ine fara fram í desember og er búist við dómsuppkvaðningu þann 18. desember. Má búast við því að fangelsisvist hans verði mun styttri en búist var við í upphafi vegna samvinnu hans. Hollywood Tónlist Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Rapparinn Tekashi 6ix9ine hefur skrifað undir plötusamning sem kveður á um tvær plötur, eina á ensku og eina á spænsku. Samningurinn er sagður hljóða upp á tíu milljónir Bandaríkjadala. Athygli vekur að rapparinn situr í fangelsi sem stendur og bíður dóms, en hann er aðeins 23 ára gamall. Mál rapparans hefur vakið athygli víða en hann var ákærður fyrir vörslu vopna og skipulagða glæpastarfsemi. Hámarksrefsing fyrir slík brot er allt að 47 ára fangelsi en rapparinn má búast við vægari dómi eftir að gaf upp upplýsingar um nokkra vitorðsmenn sína. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rapparinn ungi kemst í kast við löginn. Í október árið 2015 var hann sakfelldur fyrir að eiga í kynferðislegu sambandi við þrettán ára stúlku og deila myndbandi af henni í kynlífsathöfnum. Þá hafði hann einnig setið í fangelsi fyrir líkamsárás og sölu heróíns.Sjá einnig: Nicki Minaj vinnur með dæmdum barnaníðingi Rapparinn gaf yfirvöldum upplýsingar um samstarfsmenn sína í genginu The Nine Trey Bloods, sem er umsvifamikið og þekkt fyrir gróft ofbeldi. Meðal þeirra sem 6ix9ine veitti upplýsingar um voru þeir Anthony Ellison og Aljermiah Mack, sem hafa báði verið sakfelldir eftir vitnisburð rapparans. Réttarhöld í máli 6ix9ine fara fram í desember og er búist við dómsuppkvaðningu þann 18. desember. Má búast við því að fangelsisvist hans verði mun styttri en búist var við í upphafi vegna samvinnu hans.
Hollywood Tónlist Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira